Gripla - 01.01.2002, Page 205
ER NÝJA TEXTAFRÆÐIN NÝ?
203
Enski fræðimaðurinn A. J. Minnis gaf út árið 1984 bókina Medieval The-
ory ofAuthorship (2. útg. 1988). Eins og nafnið bendir til ræðir hann þar um
helstu kenningar sem miðaldamenn höfðu um höfund, höfundarferil og höf-
undarverk. Hann takmarkar verk sitt við tímabilið 1100-1400 en fer að vísu
fram og aftur í tíma. Bók hans fjallar nær eingöngu um verk sem samin eru á
latínu, að mestu leyti á sama svæði, Bretlandseyjum, Frakklandi eða Ítalíu.
Hann ræðir hvorki um verk samin í Þýskalandi eða á útjöðrum Evrópu. Enn
fremur er sá hængur á bók hans að hann hefur nær eingöngu unnið upp úr for-
málum höfunda er styðjast við rökfræðilega aðferð skólastíkurinnar og hafa
þess vegna fastmótaðar hugmyndir um það sem hver bók ætti að geyma. For-
málar þessir eru upphaflega byggðir á spurningunum circumstantiae í
mælskufræði en eru nánar færðir út eftir rökhyggju Aristótelesar. Slíkir for-
málar sem eingöngu byggjast á þessum spumingum era ekki til í norrænum
ritum. Aðferðin kemur reyndar fram, m.a. í formála Heimskringlu, en í mjög
knöppu formi (persona, locus, tempus). Gæta verður þess og að margar bók-
menntagreinar á miðöldum láta skólastík, aðferðir hennar og hugmyndir eiga
sig — fræðigreinin á einkum heima í skólum og lærdómssetrum. Minnis
bendir hins vegar á að einmitt á þeim stöðum komi fram hugmyndir sem síðar
skjóta rótum meðal þeirra er skrifa á þjóðtungunum.
Kjaminn í bók Minnis snýst um hugtakið auctor og annað nafnorð því
tengt, auctoritas. Eins og vel er þekkt, þá merkir orðið á miðöldum alls ekki
höfund í nútíma skilningi heldur er það sérstaklega haft um ‘óbilugan heim-
ildarmann’, og auctoritas þá ‘óbiluga heimild’. Minnis rekur síðan í löngu
máli hvemig orðið fer að merkja ákveðinn texta og þann sem upphaflega
skrifaði hann og loks undir lok 14. aldar fær það þá merkingu sem það hefur
nú í mörgum evrópskum tungumálum, og táknar þá persónuna sem samdi
textann.
Ljóst er af þeim verkum sem Minnis vitnar í, að menn hafa snemma tekið
að greina ákveðna verkþætti við bókagerð. Hann tekur sem dæmi lítinn póst
eftir betlimunkinn Bonaventura sem fæddur er 1217 eða 1218 og deyr 1274.
Þegar árið 1975 hafði Malcolm Parkes rætt rækilega um hugmyndir hans þeg-
ar hann fjallaði um hugtökin niðurröðun (‘ordo’) og compilatio í handritum
miðalda (Parkes 1991:56-59). Bonaventura vinnur mjög í aristótelískum anda
og höfuðverk hans eru athugasemdir um sentensíur (Questiones disputatae de
scientia Christi, Breviloquium). Hann greinir bókagerð svo í formála fyrstu
bókar sinnar um sentensíur Petrus Lombardi (1095-1160):