Gripla - 01.01.2002, Page 206
204
GRIPLA
... quadruplex est modus faciendi librum. Aliquis enim scribit aliena,
nihil addendo vel mutando; et iste mere dicitur scriptor. Aliquis scribit
aliena addendo, sed non de suo; et iste compilator dicitur. Aliquis scri-
bit et aliena et sua, sed aliena tamquam principalia, et sua tamquam
annexa ad evidentiam; et iste dicitur commentator non auctor. Aliquis
scribit et sua et aliena, sed sua tamquam principalia, aliena tamquam
annexa ad confirmationem et debet dici auctor (Bonaventura 1882-
1902 I:14.2).6
Eins og sjá má, er munurinn milli höfundar (‘auctor’) og ritstjóra (‘commen-
tator’) óljós, en hin hlutverkin eru greinilega afmörkuð. Augljóst er einnig að
auctores Bonaventura eru lærdómsmenn miðalda sem telja verður óbilugar
heimildir, einkum við túlkun biblíunnar. Af þessum skrifum má sjá að mið-
aldamenn hafa hugsað sér að einhver væri sá sem unnið hefði verkið. Um
skáld eða rithöfund í nútíma skilningi er ekki rætt, og hér er eingöngu átt við
lærdómsiðju og ekki eiginlega sjálfstæða sköpun, ritstörf.
Athugasemdir Minnis um iðju skólaspekinga hafa meðfram kenningum
Barthes orðið til þess að fræðimenn hafa tekið að vega textafræði miðalda-
verka á nýrri vog. Þeir hafa m.a. spurt hvort eðlilegt sé að gera ráð fyrir frum-
texta, verkþættir margra manna grípi hver inn í annan og greinarmunur sé ekki
gerður á vinnu og sköpun, og í mörgum tilfellum verði að endurmeta þá vinnu
sem fræðimenn hafi hingað til eignað skrifurum; þeir séu alls ekki ósjálfstæð-
ir þjónar sem einatt skrifi beint upp eftir annarra manna verkum.
Þegar ég tala um fræðimenn, þá á ég við erlenda fræðimenn einkum þá
sem hafa fengist við miðháþýskar eða miðenskar bókmenntir. Þeir sem hafa
gefið út norræna texta hafa yfirleitt ekki reynt að skýra á hvem hátt þeir nálg-
ast viðfangsefnið, þeir hafa tekið því sem sjálfsögðum hlut að lesendur áttuðu
sig á meira en aldargamalli aðferð Karls Lachmanns — og reyndar líka leið-
réttingum í anda Madvigs.
... bók er sett saman með femum hætti. Sá sem skrifar efni annarra, bætir engu við eða breytir,
er eingöngu skrifari „scriptor". Sá sem skrifar efni annarra, bætir við en engu frá eigin brjósti
verður að kallast safnandi „compilator“. Sá sem bæði skrifar efni annarra manna og eigið efni
í viðbót og aðalefnið er eftir aðra menn, en eigið efni er til að skýra verður að kallast rilstjóri
„commentator" en ekki höfundur „auctor". Sá sem skrifar bæði eigin efni og annarra, en eigið
efni er aðalefnið og annarra efni er bætt við í því skyni að staðfesta eigið efni, verður að
kallast höfundur „auctor" (þýð. greinarhöf. sbr. Parkes 1991:58, Minnis 1988:94).