Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 207
ER NÝJA TEXTAFRÆÐIN NÝ?
205
IV
Áður en lengra er haldið er rétt að huga að því hvemig eða hvort íslenskir eða
norskir menn á miðöldum hafi lagt eitthvað af mörkum til að skýra fyrir okkur
verkþætti bókagerðar. Aðeins á örfáum stöðum má sjá að lagður er sá skiln-
ingur í, að einn maður hafi samið verkið. Fyrsta dæmið sem ég tek er úr Is-
lendingabók:
fslendingabók g0rða ek fyrst byskupum ómm, Þorláki ok Katli, ok
sýndak bæði þeim ok Sæmundi presti. En með því at þeim líkaði svá at
hafa eða þar viðr auka, þá skrifaða ek þessa of et sama far, fyr útan átt-
artglu ok konunga ævi, ok jókk því es mér varð síðan kunnara ok nú es
gerr sagt á þessi en á þeiri (IF 1:3).
Ef tekið væri mið af skrifi Bonaventura, þá er ljóst að Ari gæti að vísu kallast
scriptor. Hann nefnir sjálfan sig ekki á nafn í formálanum eins og algengast
var formálum skólaspekinga, en með því að velja sagnorðið gera, þá virðist
einsýnt að telja að hann hafi gert textann. Eftir þeirri mælistiku mætti reynd-
ar kalla hann commentator þar sem hann notfærir sér verk eða frásögn annarra
en lýsir líka atburðunum frá eigin sjónarhóli. Vafasamt er hvort kalla megi
hann auctor, þó að fyrir komi að latneska orðið auctor sé þýtt með ‘gprvari’
(Sverrir Tómasson 1988:183) og sögnin að gera sé höfð um að ‘skapa’, sbr.
þau orð sem höfð er um sköpun heimsins í lok Malcus sögu að guð „gerði í
upphafi himin ok jgrð“ (Heilagra manna s0gur 1:472).7 Mér þykir hins vegar
einsýnt að það hafi verið ætlun Snorra að gera Ara að auctor og verk hans að
auctoritatem, ef við á annað borð eignum honum formála Heimskringlu. Þar
segir svo:
Á bók þessi lét ek rita fomar frásagnir um hgfðingja þá, er ríki hafa
haft á Norðrlgndum ok á danska tungu hafa mælt, svá sem ek hefi
heyrt fróða menn segja, svá ok ngkkurar kynslóðir þeira eptir því, sem
mér hefir kennt verit, sumt þat, er fínnsk í langfeðgatali, ... (IF
XXVI:3).
Á sama hátt og í íslendingabók hygg ég að glöggt megi hér sjá verkþættina: sá
sem gert hefur, skrifar ekki textann upp, það hefur annar maður unnið, en eins
7 Stafsetning er samræmd t flestum tilvitnunum hér á eftir.