Gripla - 01.01.2002, Page 208
206
GRIPLA
og heimildimar em taldar upp í formálanum, mætti e.t.v. með réttu kalla þann
sem fyrirskipaði verkið commentator.
Hlutdeild manna í verki er ekki skýrar orðuð. Það kemur greinilega fram
að oft hefur sami maður bæði samið verkið og skrifað en um eiginlega lýsingu
á sköpunarferli er ekki ræða; skilin milli heimildarmanns og þess manns sem
við mundum kalla höfund em óglögg, en Ijóst virðist að ákveðin verk eru
eignuð ákveðnum mönnum. En hvemig ber þá að líta á hlutdeild skrifara?
Kemur nokkurs staðar fram að þeir séu álitnir jafnokar þeirra sem við köllum
höfund? Eg skal taka hér nokkur dæmi:
Hann ritaði bók ok orti um dýrligt lífí hennar ... En svá líkaði sælli
Marie sú bókargerð, at hon vitraðiz honum ok hafði bókina í hendi sér,
... (Maríu saga:7S).
1 þessu dæmi úr þýddu verki kemur greinilega fram að sá maður sem skrifaði
er einnig sá sem samdi. Annað dæmi hef ég tekið úr Augustinus sögu: „Ok því
ritaði hann tvær bœkr, þær er þess háttar titull er fyrir De recensione librorum,
þat er sem bóka rannsakan eða rétting" (Heilagra manna s0gur 1:145). Aug-
ustinus saga er reyndar náma af dæmum um bókagerð og nefni ég enn þetta
dæmi af sömu bls.:
Heilagr byskup Augustinus lét til sín bera,... bœkr þær, er hann hafði
dikta(t), at hann mætti þær glpggliga skynja ok rannsaka ok rétta, þar
sem honum þótti þurfa, bæði þær er hann hafði í fyrstu diktat ... ok
hvat sem hann þekkti sig annan veg diktat hafa eða ritat, en kristilig
regla hefir ... fcerði hann þat í lag ok gerði rétt. ... Hann harmaði ok
npkkurar bœkr frá sér teknar ok braut bomar af npkkurum brœðmm,
áðr en hann hefði þelat eða emendat...
I miðaldalatínu þýðir sögnin dictare ekki beinlínis að ‘semja’ heldur að ‘færa
í stílinn’ en mér virðist af íslensku dæmunum sem ég hef um hana, þ.e. so. að
dikta, að hún geti einmitt merkt hvorttveggja, það að ‘semja’ og einnig að
‘færa í stflinn’, sbr þessi sýnishom úr Maríu sögu:
En ef npkkurir ifa um þessa jartegn, segir sá er diktat hefir,... (84-85).
ok stendr sú líkneskja enn með sama blóma, eptir því sem sá sagði, er
diktat hefir Maríu jartegnir (115).