Gripla - 01.01.2002, Page 210
208
GRIPLA
þeiri bók skrifaði Styrmir prestr hinn fróði. En þessa Sverris sögu ritaði
þar eptir þeiri bók Magnús prestr Þórhallsson. Má því eigi þetta mál í
munni gengiz hafa (Flateyjarbók 11:533).
Greinilegur munur er á sögunni í handritunum. Indrebp skipaði 327 með Skál-
holtsbók yngstu (AM 81 a fol) og Eirspennli (AM 47 fol), en taldi Flateyjar-
bókartextann (F) vera sér á báti. Flann taldi og að í Eirspennli væri sagan stytt.
Lárus H. Blöndal var að mestu leyti sömu skoðunar og Indrebp. Hann benti og
á að Flateyjarbókartextinn væri styttur og hugði að Magnús Þórhallsson hefði
haft fyrir sér tvö handrit „annað með alla söguna, þ.e. forrit A (327), en hitt með
fyrra hluta hennar aðeins (1.—100. kap.), þ.e. forrit F að þeim hluta“ (1982:53).
Nú er greinilegt af Flateyjarbókargerðinni að textinn þar hefur sætt breyt-
ingum og vaknar þá sú spuming, hvort Magnús Þórhallsson hafi bætt þar við
eða breytt; ekki þarf annað en skoða formálann þar sem greinilega kemur fram
önnur hugmyndafræði en í AM 327 4to og álitamál, hvort textabreytingamar
séu fengnar úr forriti eins og Lárus H. Blöndal hugsaði sér. Mér sýnist að
illgerlegt sé að sýna fram á það og ætla verði að Magnús Þórhallsson hafi
breytt textanum; hann megi telja ofar ritstjóra, e.t.v. mætti kalla hann túlkanda
sögunnar um leið og hann skrifar hana upp.
í Hungurvöku er orðalagið um umbætur með nokkrum öðrum hætti:
En þeim sýnisk mér þat bezt sóma er bœta vilja um þat er áðr þykkir
hér ómerkilega sagt vera, ok þeir vitu annat sannara, heldr en þeir fœri
þetta eða hafi at spotti, en vili eigi eða hafi eigi fgng á um at bœta
(Byskupa sggur 1:74).
Á sams konar hugsun bólar og í Olafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason,
umbóta sé þörf en því aðeins að frásögnin sé færð til sannara máls:
en kunna þgkk þeim er um má bœta, en ef menn verða til at lasta en
eigi um at bœta, ok kunni pngar spnnunar á sitt mál at fœra, at annat sé
réttara, þá þykkir oss lítils verð þeira tillQg ok ómerkilig ... (Saga Óláfs
Tryggvasonar:2).
Við líkan tón kveður í Jóns sögu helga:
Biðjum vér alla þá, sem þessa frásögn heyra, at fyrir vám ólistugan
framburð ok ósnjallt orðatiltæki fyrirdjarfi þeir eigi svá háleitt efni,