Gripla - 01.01.2002, Page 212
210
GRIPLA
Bók þessi heitir Edda. Hana hefir saman setta Snorri Sturluson eptir
þeim hætti sem hér er skipat. Er fyrst frá ásum ok Ymi, þar næst Skáld-
skaparmál ok heiti margra hluta. Síðast Háttatal er Snorri hefir ort um
Hákon konung ok Skúla hertuga (Snorre Sturlassons Edda: 1).
Ekki er ljóst af þessum orðum hvort Snorri hafi gert alla bókina eða hvort
hann hafi safnað hlutunum saman, hann sé með öðrum orðum compilator í
skilningi Bonaventura, og sé þá aðeins höfundur Háttatals. Það er síður en svo
ætlun mín að skera úr um þetta hér, en þegar litið er á varðveislu Snorra Eddu
kemur í ljós, að þessir þrír partar hafa ekki alltaf orðið samferða í handritum.
Fyrir nokkrum árum, þegar ég var að kanna viðtökur skáldskaparmáls í kveð-
skap á seinni öldum, lék mér hugur á að vita hvort miðaldamenn eða útgef-
endur hefðu alltaf litið á hana sem eitt verk. Eg athugaði helstu heimildir um
verkið og rakst þar á eftirfarandi klausu úr Islandslýsingu Odds Einarssonar:
Collecta enim sunt ab ipsis duo uolumina, quibus et præcepta et usus
hujus poésis prolixe inculantur. Alterum eorum uocatur Skallda, quod
de rebus poéticis tractet, alterum, nescio quali notatione, Edda dicitur
(Oddur Einarsson 1928:85).8
Oddur talar hér annars vegar um Eddu og hins vegar um Skáldu og hnýtir því
svo við að bækumar hafi verið svo mikið lesnar að blöð þeirra hafi verið orð-
in slitin. Sú spuming hlýtur að vakna hvers vegna Oddur Einarsson skiptir
Snorra Eddu svo. Og hversu gamalt er nafnið Skálda? Er það eldra en frá 16.
öld? Það kemur einnig fyrir í bréfi hjá Amgrími Jónssyni (1952:316) í Speci-
men Islandiæ historicum, en Amgrímur átti, eins og kunnugt er, Wormsbók.
Þegar dregur fram á 18. öld em menn þó ekki vissir um þessa skiptingu. I þýð-
ingu Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka á ummælum Páls Vídalíns um
Magnús Olafsson í Laufási segir svo:
að hans historíustíl dáist eg minna, sem þó er heppilegri í Eddu fabu-
lum en það ósnotra gamla efni lætur til vænta; um hans mælskukonst
vitnar huggunarbréf til síra Amgríms aftan við Apotriben Calumniamm
... Hann meina eg fyrst hafi skipt Snorra Eddu í tvo parta eftir ráðum
En þeir [þ.e. íslendingar] settu saman tvö rit, þar sem mönnum eru í ýtarlegu máli kenndar
regiur og venjur þessa skáldskapar. Annað þeirra er nefnt Skálda og fjallar um skáldskaparmál,
en hitt er kallað Edda, og veit ég ekki hvað það heiti merkir (Oddur Einarsson 1971:157).