Gripla - 01.01.2002, Page 213
ER NÝJA TEXTAFRÆÐIN NÝ?
211
Síra Amgríms; þar áður hafi skáldakenningar allar verið samslengdar
við fabúlumar sem gáfu orsök til þeirra (Páll Vídalín 1985:94—95).
Niðurskipan efnis er ekki með sama hætti í aðalhandritum Snorra Eddu þó að
segja megi reyndar að höfuðdrættimir séu þeir sömu. f Konungsbók og Trekt-
arbók er fyrst Prologus síðan Gylfaginning, Skáldskaparmál og loks Háttatal,
en milli þess og Skáldskaparmála er skotið þulum. í Wormsbók er röð efnis í
upphafi eins, en málfræðiritgerðunum fjómm er skotið inn á milli Skáldskap-
armála og Háttatals og fyrir þeim fer sérstakur formáli. Enn fleiri frávik eru á
niðurröðun textans í Uppsalabók. Þar er, að því er virðist, alls óskyldu efni
skotið inn í Skáldskaparmál á milli tilvísunar í Þórsdrápu í 36. kafla og upp-
hafs hins 37., en á undan Háttatali fer Önnur málfræðiritgerðin. Hér við bæt-
ist að efni Skáldskaparmála er skipað niður á annan veg í þessum tveimur
handritum en í Konungsbók og Trektarbók (Finnur Jónsson 1898:283-357). í
handritabrotunum, AM 748 I b 4to (A) og AM 757 a 4to (B) er ekki að sjá að
Gylfaginning og Prologus hafi staðið, aðeins Skáldskaparmál; líklegt er að
textinn hafi fyrir öndverðu verið fleygaður af málfræðiritgerðum enda er rit-
gerð Ólafs hvítaskálds fyrir framan þau í A (bl. 7r-14v) og þar reyndar enn
fyrir framan (bl. 7r) brot úr ritgerð sem ég hef leyft mér að kalla Fimmtu mál-
fræðiritgerðina (Sverrir Tómasson 1997:190-193).
Rannsóknir á handritum Snorra Eddu má rekja allt aftur til Jóns Grunnvík-
ings sem efnaði til útgáfu hennar. Rask sá reyndar um fyrstu fræðilegu útgáfu
hennar í Stokkhólmi 1818 og vil ég vitna til formála hans hér:
Það er þá fyrst at Snorra-edda er augsjáanliga samantekin af mörgum
rithöfundum. Hafi Snorri raunar átt nockum þátt i henni þá þykir mér
líkast, að hann hafi eptir sig látið nockurskonar uppkast af Gylfaginn-
íngu, enn ecki endzt til at gefa það út sjálfr. Þetta uppkast hefir þá
flækzt í ættinni, og hefir hvörr bætt við af sínum forða eðr af gömlum
brotum án þess þó að nefna sig, svo að nú er nærri ómöguligt að greina
ámilli þeirra, ... (Rask 1818:5).
Þessi orð em skrifuð átta ámm fyrr en Lachmann gefur fyrst út Niflunganauð.
Svo er að sjá að aðalútgefendur Snorra Eddu fyrir Ámanefnd, Jón Sigurðsson
og Sveinbjöm Egilsson, hafi gefið þessum orðum gaum, því að þeir hafa valið
að prenta texta allra handrita og handritabrota nema Wormsbókar. Finnur Jóns-
son segir ástæðuna vera þá að þeir töldu texta hennar vera svo náskyldan Kon-
ungsbók að ónauðsynlegt hefði þótt að prenta hann (Finnur Jónsson 1924:i).