Gripla - 01.01.2002, Page 215
ER NÝJA TEXTAFRÆÐIN NÝ?
213
miðöldum, hugtaidð væri óþekkt; — sem sagt, það hefði ekki þurft að ganga
út frá því sem vísu að hann væri dauður. Schröder (1998:171) tekur að vísu of
djúpt í árinni þegar hann fullyrðir að Bumke og hans nótar hafi ætlað sér að
kasta gömlu textafræðinni fyrir róða. Hin svokallaða nýja textafræði hvílir á
gömlu textafræðinni, án þeirra rannsókna sem lúsiönir fílólógar hafa gert um
tveggja alda skeið væri nýja textafræðin ekki til. Enga ályktun uin gildi mis-
munandi gerða, sjálfstæði skrifara eða sköpunarkraft þeirra er unnt að draga
án þess að á undan hafi farið nákvæm sundurliðun, greining og flokkun þeirra
handrita sem koma við sögu. Við þá vinnu losnar enginn textafræðingur hvort
sem hann ætlar að draga upp stemma í anda Lachmanns og endurgera stofnrit
eða birta textann eftir því eða þeim handritum sem ’nann hyggur að hafi gildi.
í rauninni eru báðar aðferðir huglægar; þær haldast í hendur við huglæga bók-
menntalega túlkun. Munurinn á aðferðunum er hins vegar sá, að sá sem fylgir
nýrri aðferðinni gerir miklu viðameiri rannsóknir á því samfélagi sem textinn
er sprottinn upp úr: hann kannar markað og hugsanlega áheyrendur og lesend-
ur, útbreiðslu handrita og eigendur þeirra, leggur drög að flokkun leshátta eftir
hugsanlegu hugmyndafræðilegu gildi, hvemig ritstjóm hefur verið háttað eða
hvar textinn stendur í handriti og með hvaða öðm efni. I útgáfustörfum em
þetta allt sjálfsagðir hlutir og stundum vikið að þeim í inngangsorðum útgef-
enda fomíslenskra texta. Greinargerðir um samfélag og væntanlega viðtakend-
ur textans á því tímabili sem handritið var skrifað mættu þó vera rækilegri og
meira í anda hinnar gömlu fílólógíu, sem gerði ráð fyrir að textafræðingar
kynnu jafngóð skil á sögu, málfræði og bókmenntum.9 Og nú ætti mönnum að
reynast auðveldara en fyrr að nálgast miðaldatexta út frá þeim lögmálum sem
ríktu á miðöldum við samningu bókmennta; iðni gömlu fílólóganna og rann-
sóknir reistar á verkum þeirra hefur skilað þeim árangri að slíkt er gerlegt í all-
flestum tilvikum.
Að lokum kem ég að spumingunni í titli greinarinnar: Er nýja textafræðin
ný? Ég svara því neitandi. Aðferðin er gömul og hún hefur einatt verið stund-
uð meðfram aðferð Lachmanns og sporgöngumanna hans allt frá fyrri hluta
19. aldar. En þær efasemdir sem fram hafa komið um ágæti ættrakningar í
hans stíl hafa orðið til þess að menn em nú varkárari í leiðréttingum, og útgáf-
ur eftir stofnriti, reistar á samanburði handrita, em ekki jafnmikils metnar og
áður.
Sbr. orð Jakobs Benediktssonar: „Textafræði (fílólógía) í víðari skilningi fjallar um (eldri)
texta, lestur þeirra og frágang öðrum til nota, skilning og skýringu á orðfæri þeirra, málfræði-
lega og efnislega" (1981:19).