Gripla - 01.01.2002, Síða 230
228
GRIPLA
rita frá karlungatímanum og hönnuðu nýja skrift í svipuðum stíl. Þar fór fram
markviss hönnun og handrit breyttust á margvíslegan hátt að öðru leyti, til
dæmis á þann hátt að spássíur urðu stærri. Ekkert af þessu gerðist á Islandi og
mér sýnist helst koma til greina að þær niðurstöður um línustrikun sem nú hef-
ur verið lýst megi túlka sem merki um stöðnun í handritagerð, sem þá svipar
til stöðnunar í skrift. Verkkunnátta og hugmyndir sem bárust til landsins á 13.
og 14. öld, þegar íslensk handrit urðu hvað glæsilegust, fjaraði smám saman út
og handritagerðarmenn tóku upp eldri hætti sem hugsanlega voru fljótlegri
eða einfaldari í framkvæmd. Þetta þarf vitaskuld að athuga betur í samhengi
við ótal atriði önnur, ekki síst með nákvæmri skoðun á línustrikun almennt og
uppsetningu blaðsíðna, meðal annars með tilliti til spássíustærðar og línubils.
Kveragerð, blaðaþykkt og blaðastærð þurfa líka rannsókna við og margt fleira
sem lýtur að því hvemig handrit vom búin til í landinu frá upphafi bókagerðar
og þangað til innfluttur pappír varð allsráðandi á markaði.
RITASKRÁ
APICES. http://www.irhl.cnrs.fr/cipl/apices.htm.
Busonero, Paola, Maria Antonietta Casagrande Mazzoli, Luciana Devoti og Ezio Omato.
1999. Lafabbríca del codice. Materiali per la storia del libro nel tardo medioevo. Róm.
Cohen-Mushlin, Aliza. 1983. The Making ofa Manuscrípt. The Worms Bible of 1148.
Wiesbaden.
Derolez, Albert. 1984. Codicologie des manuscríts en écriture humanistique sur par-
chemin. I—II. Tumhout.
Gumbert, J. P. 2002. Tölvubréf á pósdistann Apilist, apilist@cnrs-orleans.fr, 11. júní.
Ker, Neil R. 1960. From „above top line“ to „below top line“: a change in scribal prac-
tice. Celtica 5:13-16. [Endurpr. í Neil R. Ker. 1985. Books, Collectors and Libraríes.
Studies in the Medieval Heritage, bls. 71-74. Ritstj. A.G. Watson. London.]
Lemaire, Jacques. 1989. Introduction á la codicologie. Louvain-la-Neuve.
Maniaci, Marilena. 1998. Terminologia del libro manoscritto. Róm.
Ordbog over det norrpne prosasprog. Registre. Kaupmannahöfn, 1989.
Omato, Ezio. 2000. Apologia dell'apogeo. Divagazioni sulla storia del libro nel tardo
medioevo. Róm. [Islensk þýðing er væntanleg.]
Omato, Ezio og Marilena Maniaci. 1997. Intomo al testo. II ruolo dei margini
nell’impaginazione. La face cachée du livre médiéval. L’histoire du livre vu par
Ezio Omato, ses amis et ses collégues, bls. 457—471. Róm.
Palma, Marco. 1988. Modiftche di alcuni aspetti materiali della produzione libraria lat-
ina nei secoli xii e xiii. Scrittura e civiltá 12:119-133.
Rodrígues Díaz, Elena. 2002. Tölvubréf á póstlistann Apilist, apilist@cnrs-orleans.fr,
lO.júlí.
Sanders, Christopher (útg.). 2000. Tales of Knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library
of Stockholm. Kaupmannahöfn.