Gripla - 01.01.2002, Síða 234
232
GRIPLA
að koma Fjölni út í tíma það ár, en árið 1839 kom bæði fjórði og fimmti ár-
gangur út og var Tómas einn höfundur að þeim síðari.
Jónas Hallgrímsson fór heim til íslands árið 1839, en Konráð Gíslason og
Brynjólfur Pétursson urðu eftir í Höfn. Þeir virðast hafa haft forgöngu um að
stofna félag í Kaupmannahöfn til að halda áfram útgáfu Fjölnis og félagið
virðist hafa náð til manna sem flust höfðu heim til íslands. Að öðru leyti ganga
fáar sögur af starfsemi þess (sjá Aðalgeir Kristjánsson 1972:74—75).
Tómas Sæmundsson víkur að stofnun félagsins í bréfi til Konráðs Gísla-
sonar 29. júlí 1840 og fagnar því þegar hann segir (1907:267):
... ég kem til þess kaflans í bréfi þínu, sem víkur á samtök ykkar til að
halda Fjölni áfram; ég varð því næsta feginn, því það sýnir, að hug-
sjónin lifir, sem lá til grundvallar fyrir Fjölni, þó sjálfur hann sé að
dauða kominn og ég er enn sömu meiningar og ég var í öndverðu um
það, að hún sé góð og að annað eins rit og Fjölnir sé nauðsynlegt á ís-
landi,...
Ekki er laust við að lesandann gruni að Tómas hafi ekki haft mikla trú á fram-
kvæmdasemi þessa félags og þeirra sem að því stóðu, enda varð raunin sú
meðan hann var ofar moldu, enda sótti hann á önnur mið til að koma hugðar-
efnum sínum í framkvæmd.
I bréfi sem Tómas skrifaði Jónasi Hallgrímssyni 12. maí 1840 komst hann
svo að orði (1907:259):
Það er hraparlegt, að þeir þar syðra skuli ekki hafa mannrænu á að gefa
út fréttablað, þar sem þó er »svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að
ræða«.
I bréfi Tómasar til Konráðs Gíslasonar 29. júlí 1840 kemur fram að hann lét
sig dreyma um að Fjölnismenn myndu hefja útgáfu nýs tímarits þegar þeir
væru allir komnir heim til íslands og því hafi hann haldið að sér höndum fram
til þessa. Síðan heldur hann áfram og segir (1907:270-71):
Nú þykir mér ekki mega lengur svo búið vera, því meinlaust fréttarit
þurfum við að eiga, sem kæmi út kvartaliter; því er ekki ofaukið þó
Fjölnir sé öðrumegin, og slík rit gætu einmitt verið hvort öðru til
styrktar. Eg réði því af nú á dögunum að bjóða Secretéranum að for-
leggja þetta rit, — einn árgang fyrir það fyrsta, — nú frá nýári, sem