Gripla - 01.01.2002, Side 235
TÍMARITIÐ ÍSLAND
233
verða mundi í hæsta lagi 24 arkir í 4 heftum og stóm broti, og hét hann
að gefa 10 dali í honorar fyrir örkina, sem ég antók. Eg hefi tekist á
hendur að kasta upp formálanum, og ætla að reyna til að laga þetta
blað í sumu að efninu til, eins og ég vildi hafa Fjölni, til að gera hann
útgengilegri, en þið hafið altaf hamlað. Hér hefi ég hér um bil æðstu
völdin, þó ég geti ekki beitt þeim nærri eins og með þarf, eins og ég er
við kominn.
Tómas vék einnig að verkaskiptingunni eins og hann hugsaði sér hana og
hverjir skyldu leggja ritinu lið. Þar kemur fram að hann hyggur á samstarf við
þá sem áður stóðu að Sunnanpóstinum því að hann heldur áfram og segir
(1907:271):
Þú getur meðal annars nærri hvemig málið verði, þar sem við emm all-
ir: jeg, assessor Johnsen með löggjöfina, Sveinbjömsen með dómana,
Melsted með relation af aðgerðum þeirra í fyrra í commissioninni,
Magnús Hákonarson með ýmiskonar samtíning úr blöðum etc.; ef Jón-
as verður hér í Reykjavík í vetur, tek ég hann inn í félagið.
Ekki er hægt að skilja þessi orð með öðmm hætti en að einhvers konar útgáfu-
félag hafi verið stofnað.
Assessor Johnsen hét réttu nafni Jón Jónsson frá Stóra-Armóti og var dóm-
ari í Landsyfirréttinum þegar þetta var, Þórður Sveinbjamarson var dómstjóri
við sömu stofnun. Þórður var einn af stofnendum Sunnanpóstsins og annaðist
um útgáfu hans í upphafi. Páll Þórðarson Melsteð var þá sýslumaður í Ames-
sýslu og einn þeirra sem sat í embættismannanefndinni, en hún kom saman í
fyrra skiptið 17. júní 1839. Magnús Hákonarson hafði verið við guðfræðinám
í Höfn og skrifaði fréttimar í Skírni 1837 ásamt Jóni Sigurðssyni. Jónas Hall-
grímsson hafði komið til íslands vorið 1839 og fékkst við rannsóknir á íslandi
þegar bréfið er skrifað.
Ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær þreifingar um stofnun
þessa nýja tímarits hófust, þar sem fyrrverandi ritstjórar Fjölnis og Sunnan-
póstsins, Tómas og Þórður Sveinbjamarson, tóku höndum saman. Tómas fór
til Reykjavíkur á synodus sumarið 1840, en ekki er að skilja á bréfi hans til
Konráðs 29. júlí þ. á. að verulegir kærleikar hafi kviknað þeirra í milli við
samfundi. Að auki var Secretérinn — Olafur Stephensen í Viðey og ritari við
landsyfirréttinn — með í ráðum. Ólafur hafði meðgjörð með Viðeyjarprent-
smiðju, og ætlunin var að láta prenta þar hið fyrirhugaða rit.