Gripla - 01.01.2002, Page 236
234
GRIPLA
Jón Jónsson lektor Bessastaðaskóla segir í bréfi til Finns Magnússonar að
Tómas sé frumkvöðullinn að stofnun ritsins og „Jónas Hallgrímsson er sjálf-
sagt með“ (Privat arkiver 5943). Fleiri heimildir nefna Jónas einnig í röðum
útgefanda og ritið eigi að heita Island og eigi að koma út ársfjórðungslega.
A skammri stund skipast veður í lofti og sama varð raunin með ritið sem
Tómas dreymdi um að gefa út. í bréfi til Konráðs 4. febrúar 1841 segir hann
(1907:280):
Þegar ég eftir aftali bjóst við að farið væri að prenta Viðeyjar-ritið,
skrifa þeir mér þar syðra »Medarbejdeme« núna eftir nýárið, að þeir
séu gengnir aftur úr skaftinu. Eg heimta nú reyndar af Sekretéra, [að
hann] haldi áfram ritinu samt, því hann hefir samið við rnig, — en ég
get látið hann fá nóg efni núna fyrir það fyrsta.
í síðasta varðveitta bréfi Tómasar til Jónasar Hallgrímssonar sem dagsett er
25. mars 1841 vék hann enn að þessum útgáfumálum og endalyktum þeirra
með þessum orðum (1907:284):
Þeir höfðu hátíðlega lofað mér, Sveinbjömsen og Johnsen, að láta mér
vísan sinn þáttinn hvor, — um lagasetninguna og dómana, — en vildu
ekkert hafa með redactiónina; með þessum efnum fór ég til Sekretérans,
og samdi við hann, ekki um eitt hefti, heldur einn árgang í 4 heftum,
sem skyldu prentast á jafnstóran pappír og Fjölnir. Upp á þetta tókum
við höndum saman. En af því ég hafði ekki annan redacteur að bjóða en
Magnús Hákonarson, kaus hann að hafa redactiónina sjálfur, sem ég gaf
eftir, því ég sá, [að] ég gat hér um bil raðað niður efninu í hendur hans.
Nú skrifar Johnsen mér eftir nýárið, að þeir hafí gert nýan samning við
Sekretéra, en Sekretéri að sínu leytinu þykist laus allra mála, fyrst hann
fái ekki þættina frá þeim. Ég skrifa Johnsen aftur á þá leið, að þeir
Sveinbjömsen muni verða að láta sér nægja með að hafa gert sig að
svikurum við mig, þó þeir ekki rjúfi samninga mína við Sekretéra líka,
... en Sekretéra bið ég halda áfram ritinu eftir samningnum,...
Tómas rekur einnig í bréfinu hvemig þeir, sem höfðu ætlað að standa að ritinu,
hefðu brugðist hver með sínum hætti. Ekki liggur ljóst fyrir hvað bar til að
menn sneru svo snöggt við blaðinu og hættu við. Sveinbjöm Egilsson skrifaði
Jóni Sigurðssyni 28. febrúar 1841 og vék þar að þessum sinnaskiptum (Bréftil
Jóns Sigurðssonar 1:31):