Gripla - 01.01.2002, Side 237
TÍMARITIÐ ÍSLAND
235
Ekki vill ganga greitt með að koma út tímariti héma; og það gerir sam-
einíngarleysið og fyrir sumum efnaleysið. Það var komið svo lángt, að
Sra Tómas, Justit. Sveinbjömsen, Ass. Jonsen og Secr. í Viðey ötluðu
að verða í því; ritið átti að heita Island og innihalda allt statistískt, pólit-
ískt, ekonomískt, philosophískt, moralia, spekulationir og smásögur. En
yfirrétturinn gekk úr skaptinu, því Sra Tómas sendi inn ræðu, haldna á
Trinitatis hátíð um alþíng, hvarí hann vildi afsetja landsyfírréttinn og
innsetja aptr lögréttumenn niðrí Öxará; en þá var hinum lokið.
Ef marka má orð Sveinbjamar þá hafa gagnstæðar skoðanir séra Tómasar ann-
ars vegar og Þórðar Sveinbjamarsonar hins vegar á alþingismálinu gert útslag-
ið, auk þess að menn vildu ekki hætta fjármunum sínum í útgáfustarfsemina.
Þorsteinn Jónsson Kúld var skólabróðir útgefenda Fjölnis. Hann braut-
skráðist frá Bessastaðaskóla 1831, en hugði ekki á frekara nám að svo komnu,
en hóf bókaútgáfu þess í stað. Haustið 1836 sigldi Þorsteinn til Hafnar og þar
urðu kynni hans og Jóns Sigurðssonar. Lítið varð úr námi hjá Þorsteini og
sneri hann fljótlega stöfnum á ný til Islands.
Þorsteinn tók sér penna í hönd og skrifaði Jóni Sigurðssyni 27. febrúar
1841 og vék þar að útgáfu tímaritsins. Þar má einnig lesa að ritið átti að verða
ársfjórðungsrit og fyrsta heftið skyldi liggja fyrir í marsmánuði s. á. áður en
ferðir féllu frá íslandi til Hafnar. Síðan heldur Þorsteinn áfram og segir (Lúð-
vík Kristjánsson 1977:560):
En þegar til kom og ritgjörðir komu frá séra Tómasi í ritið, sem heita
skyldi ísland, þá gengu allir úr skaftinu, og er mælt þeir hafi borið það
fyrir, að þar í mundi vera ritgjörð um Alþing, en þar um bæri engum að
dæma (máske líka að þenkja), nema þeim einum, sem í ráðinu ættu að
verða. Það er þess vegna líkast til, að ekkert verði úr því, að tímaritið
komi út, því allt fer hér að einu.
Eftir þessum orðum að dæma virðist alþingismálið hafa verið skerið sem út-
gáfa tímaritsins steytti á. Eftir að hún var sigld í strand bauðst Þorsteinn til að
bera kostnaðinn af henni, en allt fór líkt og áður (Lúðvík Kristjánsson 1977:
562).
Eftir að þessi tímaritsútgáfa sigldi í strand leið meira en hálfur áratugur þar
til efnt var til slíkrar útgáfu á nýjan leik innan lands. Hið nýja tímarit hlaut
nafnið Reykjavíkurpósturinn og kom út mánaðarlega. Það hóf göngu sína
haustið 1846 og lauk henni haustið 1849. Útgefendur þess voru Þórður Jónas-