Gripla - 01.01.2002, Síða 239
TÍMARITIÐ ÍSLAND
237
Island.
Flestir munu í því samdóma, ad Jsland gjeti ekki leíngur án verid tímarita. Eígi
oss ad verda nokkurra framfara audid, þá er naudsin á, ad menn fari ad gjeta
talad vid þjódina, og ad hún veíti því eptirtekt og læri ad þekkja ástand sitt og
þarfir sínar, og til þess eru tímaritin eínka medalid.- Þad er þeírra ætlunarverk
ad seígja mönnum af því, sem vidber og ad koma þeím í skilníng um þad; og
þarsem menn ekki hafa þau ad stidjast vid, verda þeír utan vid tímann, sem
þeír lifa á og jafnframt utan vid þá þekkíngu í veraldlegum efnum, sem þeím
er ómissanlegust og best sæmandi.- Þad er ófródlegt ad vita ekki ad seígja af
því, sem vidber og vottar heímsku ad vilja ekki hugsa um þad nje veíta því
eptirtekt, sem um þad er rædt.- Þad er ósk vor, ad hvurugt þetta gjeti átt heíma
hjá landsmönnum vorum, og í þeím tilgángi dirfustum vjer enn ad bjóda þeím
nítt1 tímarit, er þeím mætti gjeta ordid til nitsemi, fródleíks og skjemtunar-
Þad er eínkum ætlad til ad vera frjettarit, því mönnum er edlilegt ad gángast
firir tídindum, og þad er óvidurkvæmilegt, ad ekkjert rit sje til í landinu, sem
gjörir þeím kost á ad heíra þau. Enn reíndar eru þad allt tídindi, sem mönnum
er nítt og óheírt ádur.- Þessvegna þikir ogso hlída ad seígja frá mörgu, sem al-
menníngi gjæti ordid til fródleíksauka og til leídrjettíngar, eda ad minsta kosti
til íhugunar, því ad vísu verdur vid þad leítast eínsog kostur er á, ad láta rit
þetta samsvara almenníngs þörfum; enn sHkar þarfir eru ekki eínúngis fólgnar
í2 ad heíra frjettimar, heldur og líka ad mönnum lærist ad skilja íþví, sem tím-
amir leída í ljós og ad þeír ödlist uppfrædíng um marga þá hluti, sem þeír enn-
þá ekki bera skinbragd á, eda þeír hafa rángt álit um. —
Vjer látum þetta rit heíta ”Island„ bædi afþví ad Jsland og efni þess verda
helsta umtalsefnid eínsog skildugt er, enn þad er líka, ad af þeím efnum, sem
ekki snerta Jsland, verdur þó ekki annad tekid í ritid enn þad, sem íslendíngum
ad áliti útgjefendanna er þörf ad vita - Hvad nú Jsland áhrærir, þá er þad enn-
þá so ókunnugt sjálfum oss, ad líklegt er þad mætti fá sjer nærri sanni umtals-
efni núna first um sinn, þó ekki væri farid út firir þad - Island er enn ekki hálf-
skodad, þad er enn ekki hálfkunnugt þeím, sem í því búa. Eínn fjórdúngurinn
er ad miklu leíti ókunnugur þeím, sem í hinum fjórdúngunum em; og þó hefur
fjöldi manna mestu skjemtun af ad heíra sagt frá landslagi og háttum fjarlægra
hjerada landsins. Á Jslandi hagar bigdum næsta margvíslega, og þad má so ad
ordi kveda, ad sinn háttur sje í hvurri bigd.- Þad má því ætla á, ad lísíngum
1 Leiðrétt úr eítt.
2 Á eftir í stendur því, sem tímamir leída í ljós en strikað út.