Gripla - 01.01.2002, Síða 247
ANDMÆLARÆÐUR
245
Lbs 3128 4to frá 1884-85 (A3), Kall 613 4to frá 1750-51 (B), Lbs 4485 4to
frá 1895-96 (C), Lbs 1940 4to frá 1820 (A2). Handritin sem varðveist hafa,
voru rituð á 450 ára tímabili. Þetta er ytri hlið sögunnar, varðveisluferli henn-
ar, sem má rannsaka án hliðsjónar af viðfangsefni ákveðins texta. En um hvað
fjallar þessi saga?
í stuttu máli má segja að Úlfhams saga reki sögu Hildar, konu Hálfdáns
konungs. Hún drepur mann sinn en hann var undir álögum skjaldmeyjar sem
Vöm hét. Hún lét hann reika um skóga að vetrarlagi í úlfshami. Hildur hyggst
ganga að eiga Úlfham, son þeirra hjóna, eftir að hún drepur Hálfdán. En Úlf-
hamur flýr móður sína út í skóg og reisir sér þar virki. Eftir bardaga milli
móður og sonar býður Hildur Úlfhami til veislu. Þar beitir hún kyngikrafti sín-
um, sendir hann og hans menn í Vamarhaug og mælir svo um að aðeins gull-
búin kona geti leyst hann úr prísundinni. Dóttir Hildar beitir nú líka sínum
brögðum og móðirin deyr. Úlfhamur fer í Vamarhaug en sleppur þaðan að lok-
um þegar Ótta tekur hans stað. Hann hefur ekki fyrr yílrgefið hauginn en hann
gleymir henni. Seinna tekst honum þó að frelsa hana úr Vamarhaugi og frá-
sögninni lýkur með fjórföldu brúðkaupi (sbr. efniságrip á bls. cxlv o.áfr.).
Þetta er hroðaleg saga, sannkölluð hryllingssaga. En um leið er hún mjög
áhugaverð. Frásögnin, eins og hún hefur varðveist í hinum ýmsu formum, er
sérkennilega einföld og fmmstæð á yfirborði, stundum allt að því fomaldarleg.
Hún snýst um hamskipti, ofbeldi, dráp, galdra og sifjaspell. Sagan gæti vel
verið kölluð Hildar saga, af því að frá sjónarhomi frásagnarfræðinnar séð er
Hildur mun áhugaverðari sögupersóna en Úlfhamur og aðrir þeir sem getið er
í sögunni. Sagan snýst að mörgu leyti um hana, að minnsta kosti í fyrra hluta
verksins, en þar er hún miðdepill frásagnarinnar.
En fyrst í stað er rétt að fara nokkmm orðum um uppbyggingu og úr-
vinnslu. Ritgerðin er vel skipulögð. I stuttum formála er fjallað um þema rann-
sóknarverkefnisins í víðu og almennu samhengi og athygli vakin á spuming-
um í sambandi við hina svokölluðu nýju textafræði (New Philology). í fyrsta
kafla, Gerðir Úlfhams sögu (bls. xiii-xxx), er gerð skýr grein fyrir nmunum
og prósatextunum. Þar er einnig að finna upplýsingar um skáldskaparmál,
bragarhætti, aldurseinkenni, uppmna Vargstakna og ritara/höfunda lausa-
málstextanna. í öðmm kafla, Handrit (bls. xxxi-lxvii), er stafsetningu, málein-
kennum, styttingum, skrift og frágangi handritanna, sem vom notuð fyrir
þessa útgáfu, nákvæmlega lýst. I þriðja kafla, Tengsl handrita (bls. lxviii-cvi),
er fjallað um muninn á sögunum í hinum mismunandi handritum. ‘Tengsl mis-
munandi handrita sama verks (rímna, A-gerðar)’ og ‘tengsl mismunandi gerða