Gripla - 01.01.2002, Page 248
246
GRIPLA
af rímum og sögum um Úlfham’ (bls. lxxxviii o.áfr.) eru nákvæmlega skráð.
Þessi samanburður myndar tengslatré sem er unnið á grundvelli textarýni (sjá
tengslatré á bls. ciii).
Eg mun ekki fjalla nánar um þessi efni, en vil þó segja að ég tel annan og
þriðja kafla unna af mikilli vandvirkni, en þeir fjalla báðir um textafræðilega
hlið handritavarðveislunnar. Efnið er sett vel og skipulega fram. Doktorsefnið
hefur lagt sig ffam um að flokka hinn mikla fjölda smáatriða. Það hefur að vísu
óumflýjanlegar endurtekningar í för með sér. Formbreytingunum sem frásögn-
in tók í hinum mismunandi textum í gegnum tíðina er lýst í fjórða kafla, Efnis-
legur samanburður: Ahrifformbreytinga (bls. cvii-cxliv). Þar er einnig sagt
skilið við textafræðina sem 2. og 3. kafli fjölluðu um og jarðvegurinn undirbú-
inn fyrir umfangsmesta kafla bókarinnar, fimmta kafla, þar sem þema sögunnar
er tekið fyrir. Kaflinn Um Ulfhams sögu (bls. cxlv-ccxlvi) er eiginlega sérstök
ritgerð. I þessari rannsókn er gerð grein fyrir sögunni í ljósi hefðar og sem fom-
aldarsögu. Frásagnargerðin og hin fjölmörgu minni eru rannsökuð og skýrð frá
þessu nýja sjónarhomi. ‘Skyldleiki og tengsl við aðrar sögur’ em einnig tekin
fyrir í kaflanum og túlkun fylgir í lokin. Stutt, að mínu áliti of stutt, samantekt
á ensku (2 bls.) er að finna í sjötta kafla. Þar á eftir fylgja kaflar með heimild-
um (14 bls.), myndaskrá, handritaskrá og nafnaskrá inngangs (13 bls.).
Útgáfan sjálf skiptist í tvo hluta: Vargstökur em á bls. 3-37; aðaltextinn er
tekinn úr S, en lesbrigði úr O og Þ. Gerðimar A, B og C Úlfhams sögu er að
finna á bls. 39-61. Verkinu lýkur á nafnaskrá Úlfhams sögu á bls. 63.
III
Aðalheiður Guðmundsdóttir rannsakar Úlfhams sögu frá ýmsum hliðum, hún
rannsakar textafræðilegu atriðin niður í kjölinn, skoðar söguna bæði frá sögu-
legu og kerfisbundnu sjónarhomi. Hún grandskoðar öll vafaatriði og fer mörg-
um sinnum yfir textann. Hún fer líka ótroðnar slóðir í vinnslu viðfangsefnis-
ins, eins og ég nefndi hér í upphafi. Aldrei hefur ein afmörkuð frásögn af
þessu tagi verið rannsökuð svo gaumgæfilega. Ég mun hér fjalla um nokkur
atriði á mínu sviði en læt annan andmælanda ræða önnur fagleg efni. Til að
forðast endurtekningar mun ég taka þessi atriði hvert fyrir sig óháð því hvar
þau koma fyrir í bókinni. Að sjálfsögðu verð ég að stikla á stóru og get ekki
fjallað um hvert smáatriði fyrir sig.
Textinn sem er brotinn til mergjar í doktorsritgerðinni er flestum að öllu
ókunnur. Margar ástæður em fyrir því en aðalástæðan er sú að Úlfhams saga