Gripla - 01.01.2002, Page 249
ANDMÆLARÆÐUR
247
er fomaldarsaga og efnið eða frásagan sem slík varðveittist þar að auki aðeins
í rímnaformi. Fomaldarsögur féllu í gleymsku sem bókmenntategund um
langt árabil. Rannsóknarstarf Aðalheiðar Guðmundsdóttur er liður í rannsókn-
um sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og áratugum á þessum
gleymdu bókmenntum. Fræðimenn eins og Stephen Mitchell, Marianne
Kalinke, Sverrir Tómasson, Torfi Tulinius og Matthew Driscoll eru meðal
þeirra sem hafa fengist við þær. Starf þeirra hefur leitt til þess að fomaldarsög-
ur, þýddar og frumsamdar riddarasögur, rómönsur, lygisögur, ævintýrasögur
og fleiri fomsögur af því tagi, sem áður þóttu mjög ómerkilegar og jafnvel
vondar bókmenntir, em nú teknar alvarlega og rannsakaðar sem sérstakt bók-
menntafyrirbæri. Doktorsefnið fjallar í upphafi fimmta kafla (5.1. ‘Sagan í
ljósi hefðar’, bls. cxlvi o.áfr.) um spumingar sem vakna í sambandi við þessa
bókmenntategund og mismunandi heiti sagnanna í sambandi við hana. Hún
fjallar sérstaklega ítarlega um bókmenntategundina. Hún reynir að greina teg-
undina nánar, þótt henni sé ljóst að Ulfhams saga er „ein þeirra sagna sem til-
heyra jaðarsvæðum hefðbundinnar tegundargreiningar“ (bls. cliv). Hún flokk-
ar Ulfhams sögu sem unga fomaldarsögu eða ævintýrafomaldarsögu1 og rök-
styður það með því að íslensku sögumar hafi þróast frá raunsæi til óraunsæis
á miðöldum (sjá bls. clvii-clix). Fræðimenn era þó hvorki sammála um þessa
flokkun né hvort sögumar hafí í raun og vera þróast svo greinilega og beint frá
raunsæi til óraunsæis í aldanna rás. Viðar Hreinsson benti t.d. á í umfjöllun um
bókina Fortælling og ære eftir Preben Meulengracht Sprensen að þessi kenn-
ing eigi ekki lengur við rök að styðjast (sbr. Viðar Hreinsson 1992, 1994:239-
241). Það er langt í frá að allar eldri sögur séu raunsæjar og allar yngri óraun-
sæjar. Doktorsefni bendir enda réttilega á að Úlfhams saga sé samin úr eldra
og yngra efni og hún sé samansett úr heimildum frá ýmsum tímum (sbr. bls.
clix). í þessu sambandi hefði doktorsefnið að mínum dómi getað fjallað ítar-
legar um þetta grundvallarvandamál í greiningu miðaldabókmennta yfirleitt
og íslensku sagnanna sérstaklega. Fjöldi heita bendir t.a.m. til þess að textamir
hafi tekið fjölda breytinga og ekki fengið ákveðið form sem hélst óbreytt í
gegnum aldimar, heldur hafi textamir verið fljótandi, ef svo mætti að orði
komast. Textafræðileg rannsókn doktorsefnis sýnir hversu miklum breytingum
texti Úlfhams sögu hefur tekið. Það er ekki hægt að tala um óbreytilegan texta
í sambandi við sögu á borð við Úlfhams sögu, ekki einu sinni þótt sagan fylgi
reglum bókmenntategundarinnar eins og doktorsefnið sýnir vel fram á. Það
væri þess virði að velta því fyrir sér hvort það megi samþykkja að Úlfhams
‘Ævintýrafomaldarsaga’ er skemmtilegt heiti fyrir ‘Abenteuersagas’, sbr. Schier 1970:77.