Gripla - 01.01.2002, Síða 251
ANDMÆLARÆÐUR
249
Aðalheiður Guðmundsdóttir talar t.d. í Innganginum á bls. xiii um fornar,
norrænar arfsagnir, og þetta er alveg rétt. Mér leikur forvitni á að vita hvort
nota mætti þessa niðurstöðu með tilliti til bókmenntafræðilegrar rannsóknar á
seinni formum sögunnar, til dæmis á 14. eða 18. öld. Voru þetta þá gömul at-
riði, úrelt minni í augum höfunda og lesenda yngri texta? Þóttu þessir þættir
kannski sérstakir og forvitnilegir, einmitt vegna þess að þeir voru gamlir og
hefðbundnir eða skipti aldur þeirra kannski engu máli og var litið á þá sem
samtíðarbókmenntir?2 Ég viðurkenni að þetta em erfiðar spumingar, ekki síst
vegna þess að sagan í sínu upprunalega formi frá 14. öld er glötuð.
I þessu sambandi má einnig spyrja hvort einhverjar vísbendingar séu til
um enn eldri Ulfhams sögur, aðrar en þær sem em geymdar í rímunum. Dæm-
in sem eru gefin í kafla 5.2. um ,,skyldleik[a] og tengsl við aðrar sögur“ (bls.
ccxvi) benda frekar á minni og hliðstæður í frásagnarefninu, eiginlega á texta-
tengsl (intertextuality) við Úlfhams sögu, en ekki um leifar eða spor sögunnar
sjálfrar í íslenskri bókmenntasögu.
Það er athyglisvert að Aðalheiður Guðmundsdóttir tekur fyrir rímur, en allt of
fáir hafa hingað til tekist á við þær. Hún notar þær ekki aðeins sem efiú í stað glat-
aðs söguefnis eins og yfirleitt var gert í byijun 20. aldar, heldur lítur hún á rífnum-
ar í ljósi flutnings og þess tímabils er þær vom kveðnar, áhrif áheyrendanna og
smekk hvers tíma, notkun hljóms og tóns fyrir áhrif rímnanna. Sverrir Tómasson
hefur meðal annars tekið þessi atriði fyrir í rannsóknum sínum og doktorsefni vís-
ar til þeirra. Það hefði mátt nefna grein Gísla Sigurðssonar í þessu sambandi (Gísli
Sigurðsson 1986). Aðalheiður vekur athygli á því mikilvæga hlutverki sem upp-
lestur sagna og rímna gengdi á kvöldvökum. Mér datt þó í hug á einum stað hvort
röksemdafærsla hennar sé e.t.v. ekki alveg rétt, þegar hún notar þá staðreynd, að
mansöngva vantar í Vargstökur til að skýra hinn háa aldur rímnanna (bls. xviii):
Framangreind dæmi benda þó sterklega til þess að mansöngurinn muni
hafa verið í mótun um það leyti sem Vargstökur vom ortar og þ.a.l. má
telja líklegt að þær séu frá frumskeiði rímnakveðskapar.
Er hér kannski um hringrök að ræða?
Verkið leggur einnig sitt af mörkum í sambandi við sögu seinni viðtaka og
seinni varðveislu miðaldafrásagna, en hingað til hefur þeim verið alltof lítið
sinnt í rannsóknum. Norrænufræðingamir Matthew Driscoll, Andrew Wawn
2 Sverrir Tómasson varpaði eitt sinn fram þeirri spumingu hvort líta bæri á Konungsbókargerð
(GKS 2845 4to) Bandamanna sögu sem samtíðarverk á 14. og 15. öld (Sverrir Tómasson
1977).