Gripla - 01.01.2002, Page 255
ANDMÆLARÆÐUR
253
ekki í sér fordóma, hvorki til höfundar C-gerðar, þess fólks sem varð-
veitti söguna í minni sínu og flutti, sér og öðrum, til skemmtunar, né C-
gerðar sjálfrar, þ.e. Úlfhams sögu eins hún er varðveitt þar.
Hugtak eins og misskilningur bendir einmitt til þess að ekki hafi verið farið
með texta frá orði til orðs eins og heilagt verk, heldur hafi verið hann endur-
sagður á skapandi hátt í gegnum aldimar. Vegna þessa hefði mér fundist rétt að
forðast jafnvel enn frekar orðræðu hefðbundinnar textafræði. Mér finnst einn-
ig heldur oft talað um „réttari leshætti" (t.d. bls. xxv). Þó nýtur frammistaða
seinni ritara, endursemjenda og höfunda nýrra gerða ávallt fullrar virðingar í
ritgerðinni (t.d. bls. xxiv). Aðalheiður Guðmundsdóttir tekur ritara seinni sagn-
anna alvarlega; það kemur meðal annars fram í því að hún kallar þá höfunda
og viðurkennir þá þar með sem skapandi listamenn.7 Þetta er mjög jákvæð og
hvetjandi hlið rannsóknarinnar. Rannsókn doktorsefnisins á þessum málum er
þó ekki byggð á kenningum í mjög ríkum mæli. Rannsóknir vísindamanna
eins og Jerome J. McGann, D. C. Greetham, Stephen G. Nichols eða Bemard
Cerquiglini og margra annarra koma ekki við sögu.8 Með tilliti til þess fjölda
eftirheimilda sem Aðalheiður Guðmundsdóttir studdist við er ekki hægt að
gagnrýna hana fyrir að hafa ekki lesið fleiri bækur. Þó hefði það ekki komið að
sök ef hún hefði kynnt sér, þó ekki væri nema að litlu leyti, rannsóknir þessara
fræðimanna. Það hefði getað gefið röksemdum hennar aukið vægi. I Formála
er reyndar vísað til umræðunnar um stefnu textafræðinnar og bókmenntafræð-
innar eins og ég hef þegar nefnt. Aðalheiður Guðmundsdóttir fer þó mjög var-
lega út í þá sálma. Ég gæti nefnt hér, til að nefna eitthvað, að hinn ríkulega
efnivið sem hún hefur rannsakað, samband og samspil mismunandi texta,
hefði mátt kanna út frá sjónarmiði nýjustu kenninga bókmenntafræðinnar, eins
og t.d. hugtaki Juliu Kristeva um textatengsl. Aðalheiður Guðmundsdóttir seg-
ir á bls. lxxv að „prósagerðimar [tengjast] hver annarri í gegnum glataða
sögu“. Hún ætlar sér hér fyrst og fremst að sýna fram á hvemig prósatextinn
hafi verið unninn úr rituðum rímum eða munnlegum flutningi þeirra.
En skoðun Juliu Kristeva um textatengsl er sú að einstaka textar geti verið
tengdir án þess að lýsa verði tengslunum þannig að ein frásögn (einn texti)
hafi einatt haft bein áhrif á aðra (annan texta) og þau hin sömu áhrif geti
7 Stephen Tranter kallaði höfund Sturlunga safnsins eitt sinn ‘the creative compiier’, sbr. Tran-
ter 1987.
8 Til dæmis Cerquiglini 1989, Nichols 1990, McGann 1992; sjá um þetta Glauser 1998, Jprgen-
sen 2002.