Gripla - 01.01.2002, Page 266
264
GRIPLA
un stoðhljóðs og hins vegar þá staðreynd að samtengingin og er ávallt rituð
með g-i og aldrei skammstöfuð. Spyrja má hvort ekki séu önnur einkenni á
máli eða orðaforða, e.t.v. dæmigerð fyrir yngri handrit, sem vert væri að
nefna. Hvað með þann hátt skrifara að rita hönum fyrir honum, eða samteng-
ingarsambandið inn til sem notað er í merkingunni þar til7 Er ekki æskilegt að
handritið sjálft gefi tóninn um hverju skuli lýsa?
Þar sem fjallað er um skrift AM 601 a 4to kemur enn fyrir ruglandi í fram-
setningu. Þar segir:
Handritið er skrifað með nýgotneskri léttiskrift, eldri gerð, en þó er
skrifað hálfsett. Þessi skrift ruddi sér til rúms á Norðurlöndum á 16.
öld. Skriftin er engu að síður nauðalík fljótaskrift sem barst til Islands
á fyrri hluta 17. aldar og var orðin ráðandi um 1700. (lii-liii)
Hér stendur lesandi á gati. Hvort er handritið með nýgotneskri léttiskrift, eldri
gerð, eða fljótaskrift og ef þessar tvær skriftartegundir eru nauðalíkar hvemig
er þá hægt að greina þær í sundur? Ekki auðveldast málið þegar borið er sam-
an við lýsingu Aðalheiðar á skrift Kall 613 4to því hún er sögð hefðbundin,
nýgotnesk „léttiskrift, þ.e.a.s. fljótaskrift" (lix).
V
í 2. kafla bókarinnar — handritakaflanum — er umfjöllun um handrit raðað
þannig niður að fyrst er fjallað um handrit rímnanna, fyrst aðalhandrit, svo önn-
ur, og síðan um aðalhandrit A-gerðar, B-gerðar og C-gerðar. Aftast kemur svo
umfjöllun um lesbrigðahandrit A-gerðar, Lbs 1940 4to, sem Aðalheiður nefn-
ir A2. Eðlilegra hefði verið að A-handritin fylgdust að þannig að á eftir um-
fjöllun um A1, kæmi umfjöllun um A2 og einnig að mínum dómi um A3. Eng-
in sjálfstæð umfjöllun er hins vegar um hið síðasttalda í verkinu. Það handrit,
Lbs 3128 4to, er skrifað 1884 af Jónasi Jónassyni dyraverði Alþingis eins og
fram kemur á bls. xxv-xxvi. Þetta handrit er að mestu samhljóða A' að sögn
Aðalheiðar en þó hefur Jónas breytt textanum „samkvæmt eigin smekk með
hliðsjón af rímnatexta Staðarhólsbókar“ (xxvi). Texti Jónasar fær ekki rúm í
útgáfu Aðalheiðar á Ulfhams sögu — hún skilur semsé eitt handrit eða eina
úrvinnslu söguefnisins eftir í þessari útgáfu sem samkvæmt formála tekur til
allra varðveittra gerða sögunnar. Rökstuðningur hennar fyrir því er á þessa leið: