Gripla - 01.01.2002, Page 269
ANDMÆLARÆÐUR
267
má að sé í stórum dráttum hinn sami. Svo er hins vegar um rímumar. í glímu
við þær beitir Aðalheiður hefðbundinni textafræði með góðum árangri til þess
að sýna fram á vensl handritanna og sýnir þar að hún hefur góð tök á þessari
aðferðafræði. Hefbundin textafræði kemur henni líka að notum ásamt með ytri
upplýsingum um skrifara og umhverfi þeirra, þegar hún fjallar um vensl B- og
C-gerða Ulfhams sögu. Hún víkkar þær aðferðir textafræðinnar, sem beinast
að því að fínna sameiginleg lesbrigði eða villur, út, í leit að því sem hún nefn-
ir textatengsl. Orðið textatengsl er óheppilegt í þessu samhengi vegna þess að
það hefur nú um allnokkurt skeið verið haft um það hugtak í bókmenntafræði
sem á ensku og frönsku heitir intertextuality eða intertextualité (sjá t.d. Ast-
ráður Eysteinsson 1993). Aðalheiður virðist ekki eiga við það hugtak eins og
það er notað innan bókmenntafræði, heldur hefur hún orðið textatengsl um
skyldleikavensl mismunandi gerða af rímum og sögum um Ulfham, þ.e. um
vensl sem ekki verða rakin til þess að eitt handrit sé t.d. skrifað eftir hinu. Það
hefði verið þörf á því að hún skilgreindi hugtakið, eins og hún notar það, bet-
ur; að hún afmarkaði það með tilliti til notkunar hugtaksins í bókmenntafræði
og gerði betri grein fyrir því hvemig textatengslahugtak hennar víkur frá rit-
tengslahugtakinu en um þetta fjallar hún á bls. lxix.
Textatengslafræðilegu aðferðimar, sem Aðalheiður nefnir svo, felast öðr-
um þræði í samanburði leshátta. Eins og hún bendir réttilega á vega leshætt-
imir misþungt þegar meta á skyldleika og að þegar um er að ræða samanburð
á mismunandi gerðum verða tengsl ekki rakin svo óyggjandi sé út frá sameig-
inlegum villum og lesbrigðum. Aðalheiður tekur því það ráð að gera tæmandi
lesháttaskrár yfir allar hugsanlegar paranir gerðanna til þess að sjá með skýr-
um hætti hvað er lfkt og hvað ólíkt með þeim. Þessi samanburður virðist mér
allur unninn af mikilli nákvæmni og þolinmæði og má segja að með þessu
liggi fyrir nákvæmt kort af varðveislu Ulfhamsefnis í þeim handritum sem
lögð eru undir. Á þessu korti byggir Aðalheiður svo ályktanir sínar um skyld-
leika gerðanna. Og af því ég hafði uppi efasemdir um árangurinn að því er lýt-
ur að A-gerðinni ber mér að færa rök fyrir máli mínu.
VI
A-gerðin er, eins og víða er tekið fram í bók Aðalheiðar, eins konar ágrip af
rímunum. Titill sögunnar í aðalhandriti hennar, Efnið úr Úlfhams rímum,
endurspeglar þetta. Titillinn bendir ennfremur til þess að rímumar hafi legið
þessari sögugerð til grundvallar. Samanburður textans við rímumar staðfestir