Gripla - 01.01.2002, Page 274
III
SVÖR AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Ég vil þakka ritstjóm Griplu fyrir að gefa mér kost á að birta svör við ræðum andmæl-
enda við doktorsvöm mína. Vöm minni var settur ákveðinn tímarammi, svo sem venja
er, og gafst mér ekki færi á að svara öllum þeim atriðum sem andmælendur mínir töldu
til. Svör mín era því nokkuð aukin.
Svar við ræðu 1. andmælanda
Ræða 1. andmælanda, dr. Jiirgs Glauser, var um margt áhugaverð og fræðandi.
Andmælum hans kýs ég að skipta í fimm hluta, sem eru að mestu óháðir
kaflaskiptingu hans sjálfs. Þeir eru: 1) viðbætur við efni bókar minnar, 2) at-
hugasemdir um umfjöllun mína um bókmenntagreinar miðalda og tegunda-
greiningu, þar með talda flokkun mína og skilgreiningu á Ulfhams sögu, 3)
álitamál er varða rannsókn mína (og rannsóknaraðferðir) á Ufhams sögu, 4)
athugasemdir um meðferð þjóðfræðaefnis og 5) athugasemdir við túlkunar-
kafla. Ég mun fjalla um athugasemdimar í þessari röð.
1
Fyrst ber að nefna ábendingar um áhugaverðar leiðir sem gætu hafa reynst
gagnlegar við greiningu sögunnar, t.d. telur andmælandi minn að gjama hefði
mátt beita frásagnarfræði meira en gert er (sbr. bls. 250). Inngangur Ulfhams
sögu er umfangsmikill, enda margar leiðir færar við rannsóknir á söguefninu
og þeirri sagnahefð sem þar er tekin til umfjöllunar. Strax frá upphafi varð mér
ljóst að bráðnauðsynlegt yrði að afmarka ákveðna stefnu. Til greina hefði
komið að beita frásagnarfræðilegum rannsóknum til meiri muna, en slíkt hefði
þó orðið fyrirferðarmikil viðbót við innganginn. Eftir á að hyggja tel ég óvíst
að slíkar rannsóknir hefðu varpað skýrara ljósi á þau álitamál sem tekin voru
til umræðu, en get þó fallist á að þær gætu hafa orðið skemmtileg viðbót, en
hið sama gildir að sjálfsögðu um aðrar leiðir sem ekki vom famar.
Þá bendir andmælandi minn á erlendar rannsóknir skyldar umfjöllunarefni
mínu (bls. 253). Ég mun ekki efast um réttmæti eða gagnsemi slíkra ábend-
inga, en leyfi mér þó að minna á hversu margþættur inngangur Ulfhams sögu
er; í honum er beitt aðferðum handrita- og textafræða, bókmenntafræða, við-