Gripla - 01.01.2002, Page 275
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
273
tökufræða og þjóðfræða (þ.m.t. minnarannsókna og túlkunarfræða). Full yfir-
sýn á umræddum sviðum felur í sér gríðarlega efnisöflun og mikinn lestur,
enda er um að ræða gróskumikil fræðasvið, þar sem nýjar rannsóknir koma
stöðugt fram í dagsljósið og blanda sér þannig í umræðu síðustu áratuga — og
jafnvel alda, í sumum tilvikum. Þekking á erlendum rannsóknum, eða eftir at-
vikum tilvitnanir í þær, hlýtur því að nokkru leyti að grundvallast á umfangi
rannsókna hverju sinni. Engu að síður vil ég þakka andmælanda mínum fyrir
ábendingar um frekara lesefni í trausti þess að það komi að góðum notum við
rannsóknir mínar síðar.1
2
Hér má fyrst nefna að andmælandi minn saknar fyllri umræðu um þróun mið-
aldabókmennta, eða telur a.m.k. að fjalla hefði mátt ítarlegar um hana (bls.
247). Einkum á þetta við um þá skoðun mína að í miðaldabókmenntum okk-
ar — og þá sérstaklega fomaldarsögunum, sem hér em til umræðu — megi
greina stefnu frá raunsæi til óraunsæis. I ritgerð minni er því hins vegar hvergi
haldið fram að stefna þessi sé ófrávíkjanleg, enda eru sögumar oftar en ekki
samsettar úr eldra og yngra efni, eða heimildum frá ýmsum tímum. Engu að
síður tel ég þessa meginstefnu greinilega og kemur hún til af því að ýkjur
verða æ fyrirferðarmeiri sem sögumar yngjast. Ykjur tel ég í raun rökréttan
þátt í þróun sagna (sbr. bls. clvii), þar sem nýjar sögur urðu að segja frá frækn-
ari köppum, stærri afrekum og hafa almennt stórkostlegri lýsingar; að öðrum
kosti hefðu þær ekki fært sagnaþyrstum og sagnavönum áheyrendum neina
nýjung. Andmælandi minn bendir hins vegar á að menn séu ekki sammála um
að sögumar hafi þróast með þessum hætti og vitnar í ritdóm Viðars Hreinsson-
ar um bókina Fortælling og ære eftir Preben Meulengracht Sprensen því til
stuðnings (sbr. 1994:239-241, sjá andmælaræðu bls. 247). Þó snýst umræðan
þar að mestu leyti um aðra og stærri spumingu, þ.e. hvort sagnaritunin hafi
þróast frá raunsæjum sögum, s.s. íslendingasögum (sem umræðan snýst um)
og konungasögum yfír í ímyndaðar skáldaðar sögur, þ.e. fomaldarsögur, ridd-
arasögur og rímur. Um þetta segir Viðar (1994:241);
1 Jiirg Glauser telur að ég hefði m.a. mátt kynna mér rit eftir D.C. Greetham (heimild ekki til-
greind, bls. 253). Ég vitna reyndar á bls. lxxiii í bók hans Textual Scholarship, sem mér fannst
ekki ástæða til að nota frekar.