Gripla - 01.01.2002, Page 276
274
GRIPLA
Þessi bókmenntasögulega einföldun er úrelt og það er beinlínis rangt
að greinin hafi orðið ófrjó fljótlega eftir fall þjóðveldisins. Það er held-
ur alls ekki útilokað að elstu fomaldarsögur hafi mótast samhliða hin-
um sígildu Islendingasögum.
Hér er ekki verið að tala um sama hlutinn, því að sú þróun sem ég þykist
greina er innan einstakra sagnaflokka, t.d. þykja mér fomaldarsögumar aukast
að ýkjum eftir því sem þær yngjast. Eins og sjá má í k. 5.1.1 geri ég ráð fyrir
að fomaldarsögumar séu gamlar og þ.a.l. er ég ósammála þeim sem halda því
fram að línan hafi legið frá konungasögum og íslendingasögum yfir í óraun-
særri bókmenntir, þ.e. fomaldar- og riddarasögur. í ritgerð minni held ég því
hvergi fram að allar eldri sögur séu raunsæjar og allar yngri óraunsæjar; með
því að gera ráð fyrir slíku mætti allt eins ætla að sagnaritarar miðalda hefðu
unnið eftir fyrirfram ákveðinni forskrift, sem kvæði á um umsaminn niður-
skurð á raunsæi við hverja nýsköpun. Hefð okkar er rík af skapandi sagna-
fólki, en í stómm dráttum fylgir það þó straumum og stefnum hverju sinni. Ég
hlýt hins vegar að taka undir þau orð andmælanda míns að spumingin um þró-
un miðaldabókmennta er gmndvallaratriði, en hvort fyllri umræða þar að lút-
andi hefði rúmast í inngangi Úlfhams sögu er svo annað mál.
Að jafnaði helst umræða um þróun sagnategunda í hendur við umræðu um
tegundagreiningu. Tegundagreiningin hefur löngum verið gmndvöllur líflegr-
ar umræðu sem virðist hvergi að lyktum leidd, enda er ég sammála andmæl-
anda mínum þar sem hann telur að enn þurfi „mikilla rannsókna við til að kom-
ast að traustari niðurstöðum“ (bls. 248). í þessu tilliti veltir hann fyrir sér skil-
greiningu minni á Ulfhams sögu sem ungri fomaldarsögu, sem og „hvort rétt sé
að láta yngri form sögunnar frá 17., 18. og 19. öld tilheyra sömu tegund“ (bls.
248). Hvað skilgreiningu mína á Úlfhams sögu varðar læt ég nægja að benda á
röksemdir í k. 5.1, en eftir situr spumingin hvort sögur flytjist milli tegunda á
leið sinni gegnum sagnahefðina (sbr. bls. 248). Hér er stórt spurt, enda virðist
mér andmælandi minn ekki ætlast til þess að ég hafi hér svör á reiðum hönd-
um. I rauninn snýst þetta um alveg sérstaka rannsókn; rannsókn sem best væri
að flétta inn í heillega umfjöllun um sagnahefðina og tegundagreiningu mið-
aldabókmennta. I bili getum við því látið nægja að tala um fomaldarsagnaefni,
en spumingin um fomi og tegundir í aldanna rás er þá annar handleggur.
Af sama tagi em hugleiðingar andmælanda míns um hinar fomu, norrænu
arfsagnir sem liggja að baki Úlfhams sögu, þar sem hann veltir því fyrir sér
hvaða augum höfundar og lesendur síðari alda litu þær. Hvaða hlutverk hafa