Gripla - 01.01.2002, Page 277
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
275
slíkar sagnir í hugum þessa fólks og hvert var viðhorf þess til þeirra? Jiirg
Glauser viðurkennir að hér eru lagðar fram erfiðar spumingar (sbr. bls. 249)
og sjálf tel ég þær stærri en svo að þær eigi óumdeilanlega heima í inngangi
Úlfhams sögu. En hugleiðingin er athyglisverð, engu að síður.
A bls. xxii, þar sem fjallað er um aldur Vargstakna, er bent á að rímumar
séu að mestu án mansöngs, svo sem talið er að hinar elstu rímur hafi verið.
Þetta atriði er meðal annars notað við aldursgreiningu rímnanna sem em tald-
ar ortar á 14. öld, eða ekki síðar en um 1400. Andmælandi minn spyr hvort hér
sé hugsanlega um hringrök að ræða, þar sem ég bendi jafnframt á að Vargstök-
ur beri vott um að mansöngurinn muni hafa verið í mótun um það leyti sem
þær vom ortar (bls. 249). I ritgerð minni sýndi ég hvemig rímumar fela í sér
áþekkar samlíkingar við upphaf og endi hverrar rímu (sjá bls. xviii) og taldi að
hér gæti verið á ferðinni ófullkominn mansöngur eða mansöngur í mótun.
Eins og ég benti á (bls. xxi) er aldursgreining rímna langt frá því að vera full-
kannað rannsóknarefni, þótt meginlínur liggi ljósar fyrir. Þróunarkenning
Bjöms K. Þórólfssonar (1934:35-51, 258-261) hefur reynst lang áhrifamest,
en samkvæmt honum mun ferskeyttur háttur vera upphaflegastur, jafnframt
því sem hann telur að elstu rímur hafi verið stuttar og mansöngur þeirra ýmist
stuttur eða enginn. Segja má að hinn lítt mótaði mansöngur Vargstakna falli
vel að þessari þróunarkenningu, jafnframt því að styrkja hana. En öllu heilli er
aldursgreining rímnanna ekki háð þessu eina atriði, heldur byggir hún á fleiri
þáttum sem allir benda til 14. aldar.
3
I kafla 5.2 er fjallað um skyldleika og tengsl við aðrar sögur. Hér hef ég leit-
ast við að benda á sögur sem virðast sprottnar úr sama farvegi og Úlfhams
saga, en söguna rek ég þó ekki beint til neinna þeirra. í sumum þessara sagna
er um að ræða mikil líkíndi í persónunöfnum, en í öðrum eru sambærileg efn-
isatriði eða hvort tveggja. Andmælandi minn bendir á að hvergi í þessum sög-
um sé að finna leifar af Úlfhams sögu (sbr. bls. 249) og tek ég undir það. í
þeim er hins vegar að finna arfleifð, sagnaefni sem myndar grunn umræddra
sagna og að mörgu leyti þeirrar hefðar sem fomaldarsögur byggja á. Með
samanburðinum er Úlfhams saga sett inn í ákveðið samhengi í íslenskri sagna-
ritun og efni hennar þar með „staðsett“ innan hefðarinnar.
Þar sem hugleiðingar mínar um viðtakendur sögunnar/rímnanna ber á
góma segir andmælandi minn (bls. 250):