Gripla - 01.01.2002, Page 278
276
GRIPLA
Doktorsefnið reynir í nokkrum samböndum að tengja formúlur ritarans
í upphafi og lok frásagnar við áheyrendur (t.d. bls. xxiii: karlmenn sem
aðalviðtakendur, þ.e. karlkyns áheyrendur í verbúðum; bls. cxv: texta-
breytingar gerðar af konu).
Hér telur hann hættu á að venjubundin klif séu tekin of bókstaflega. Ég vil
benda á að umrædd dæmi eru sitt af hvoru taginu. í fyrra tilvikinu er bent á
tuttugu dæmi þar sem rímnaskáldið ávarpar karlkyns áheyrendur sérstaklega,
þrátt fyrir að það sé algengara alla tíð að konur séu ávarpaðar, hvort heldur
sem er í mansöng eða við upphaf rímna eða rímnalok. Ég gæti því vel fallist á
að kalla ávarp til kvenna klif, en ætla má að öðru máli gegni um umrædd
dæmi. Af þessu dreg ég afar varlega ályktun, þar sem ég segi að þetta „gæti
bent til þess að Vargstökur hafi verið ortar í verbúð eða þar sem karlmenn voru
sérstaklega saman komnir" (bls. xxiii). Frekari fyrirvarar fylgja í kjölfarið. í
síðara tilvikinu snýst málið um meðvitaðar breytingar prósahöfundar, sem all-
ar virðast miðast við að auka hlut kvenhetjanna, en greina sem minnst frá af-
rekum karlanna. I framhaldi af því spyr ég hvort A-gerð gæti hugsanlega ver-
ið skráð af konu (sbr. bls. cxv). Vissulega er það hugsanlegt og tel ég spum-
inguna vel þess virði að henni sé varpað fram, þótt ekki nema til annars en að
vekja athygli á þessum möguleika. Ég á hins vegar erfitt með að fallast á að
hafa tekið meðferð þessara tveggja höfunda, rímnanna og A-gerðar, of bók-
staflega, þar sem fyrirvarar em augljósir.
I formála að bók minni fer ég nokkrum orðum um aðferðir við útgáfu
handrita í þeim tilgangi að marka útgáfu minni á hinum mismunandi textum
Úlfhams sögu ákveðna stefnu. í þessu tillliti fjalla ég lítilsháttar um hefð-
bundna textafræði og svonefnda „nýja textafræði“, en útgáfa mín ber merki
þeirra beggja. Við þetta hefur andmælandi minn tvennt að athuga; honum
finnst ég „e.t.v. ekki taka nógu afgerandi afstöðu til umræðna um hina nýju
textafræði“ (sbr. bls. 252), auk þess sem honum þykir orðalag mitt um leshætti
hinna mismunandi gerða helst til of mótað af hefðbundinni textafræði.
Textar Úlfhams sögu voru gefnir út eftir þeim leiðum sem þóttu skynsam-
legastar miðað við eðli rannsóknarefnisins og tilgang rannsóknarinnar. Hér
kom fræið á undan eikinni, ef svo má segja; hin sjálfsagða aðferð var mótuð
án tillits til þess hvort hún félli inn í ákveðna hefð eða stefnu í textafræði.
Miðað við tilgang rannsóknarinnar, sem frá upphafi var ætlað að beina sjónum
sérstaklega að hefðinni og yfirfærslu sagnaefnisins úr einu formi í annað, var
einfaldlega rökrétt að gefa hverja gerð út fyrir sig og leggja áherslu á samspil