Gripla - 01.01.2002, Page 279
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
277
textanna. Varðveisluferill sögunnar markaði þær spumingar sem lagt var upp
með: hvaða áhrif hafa umræddar formbreytingar á efnið? Nú vill svo til að
þessi sjálfsagða útgáfuaðferð og þar með viðhorf mitt til umræddra texta fell-
ur að mörgu leyti vel undir fyrmefnda stefnu sem nefnd hefur verið ný texta-
fræði. Undanfarin ár hafa menn leitast við að skilgreina þessa útgáfuaðferð og
benda á kosti hennar og galla, svo sem m.a. má sjá af þeim heimildum sem
andmælandi minn bendir á. Umræða þessi verður þó að teljast um margt sund-
urleit og er óhætt að segja að skrif textafræðinga einkennist oftar en ekki af
áköfum skoðanaskiptum og jafnvel heitum ágreiningi. Þar að auki má í sjálfu
sér deila um það hvort þau viðhorf sem kallast „ný textafræði“ séu yfir höfuð
ný, og jafnvel hvort hér sé um eiginlega textafræði að ræða. Það var því að
yfirlögðu ráði sem mér þótti þessi umræða, a.m.k. að því leyti sem hún var
mér kunn, ekki eiga erindi í formála eða inngang Ulfhams sögu. Til greina
hefði þó komið að benda lesendum á undirstöðurit til frekari fróðleiks og
framhaldslesningar.
Hins vegar má spyrja: er hin sjálfsagða útgáfuaðferð Ulfhams sögu háð
kenningum? Verður aðferð til með kenningum eða vegna sjálfsagðrar notkun-
ar? Hefði fræðileg umfjöllun annarra um hina nýju textafræði á einhvem hátt
styrkt umfjöllun mína eða réttlætt umrædda útgáfuaðferð? Þvert á móti held
ég að efnið sjálft, hinar mismunandi gerðir sögunnar og þær spumingar sem
vakna við samanburð efnisins, standi fyllilega undir umræddri aðferð. Með
þessu vil ég benda á að fræðimenn geta valið rannsóknum sínum skynsamleg-
an farveg án þess að vitna til umræðu annarra því til sönnunar.
Andmælandi mínn gerir ennfremur athugasemd við textafræðilega hug-
takanotkun og bendir á að notkun orða/hugtaka eins og villa, ruglingur, mis-
skilningur, réttari lesháttur, að texti hafi aflagast eða sé úr lagi færður sé
vandkvæðum bundin og um of mótuð af hefðbundinni textafræði (bls. 252).
Orðið villa er einkum notað í k. 3.5: „Villur í AM 604 h 4to“ og kann ég ekki
annað hugtak betra um þá leshætti sem þar er greint frá. Önnur hugtök eru
einkum notuð í umfjöllun um C-gerð Úlfhams sögu, sem ég rek að hluta til
munnmæla. Hér bendir Júrg Glauser á að rétt sé að forðast þessi hugtök, enda
hafi verk á borð við C-gerð verið endursögð á skapandi hátt (bls. 253). I rit-
gerð minni eru ofangreind hugtök þó notuð af ásettu ráði og í ákveðnum til-
gangi og í neðanmálsgrein 181 á bls. lxxxii er lítillega fjallað um hugtakið
misskilningur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir misskilning á notkun
þess í umræddum kafla (3.2.3.3). Þar segir m.a. (bls. lxxxii):