Gripla - 01.01.2002, Page 280
278
GRIPLA
í eftirfarandi umfjöllun er orðið misskilningur notað um breytingar á
efni sem hefur aflagast á þann hátt að merking sögunnar eða samhengi
hefur tekið breytingum sem rýra upphaflegt táknmálskerfi hennar. Slík-
ar breytingar geta leitt til ósamræmis innan sögunnar og jafnvel skað-
að merkingu hennar.
Það er vandasamt að fjalla um texta á borð við C-gerð, en eitt af því sem hafa
þarf í huga er að endursköpunin sé vegin og metin með hlutlausum hætti:
Hvað ber vott um lifandi sköpunargleði og hvað ber vott um misskilning eða
annars konar aflögun á söguefninu? Eg tel það hvorki bera vott um gagnrýni,
né góð vinnubrögð, að fara eins og köttur í kringum heitan graut með því að
forðast notkun á þeim hugtökum sem þó gefa hvað skýrasta mynd af því sem
gerst hefur. Virðing fyrir textanum og hinni skapandi hefð felst m.a. í því að
taka textana alvarlega; reyna að átta sig á eðli mismunandi áhrifaþátta og þar
með að viðurkenna að merkingarbreytingar geta að hluta til byggst á misskiln-
ingi, ekki síður en meðvitaðri nýsköpun.
4
í kafla um sagnaminni Úlfhams sögu og tengsl þeirra við gelískar bók- og
munnmenntir, fannst andmælanda mínum sem munurinn á hugtökunum gel-
ískur og keltneskur væri ekki nógu ljós (bls. 251).
I inngangi eru framangreind hugtök skilgreind með eftirfarandi hætti:
„Umræddar sögur koma frá afmörkuðu menningarsvæði, þ.e. hinum keltneska
hluta Evrópu (Irlandi, Englandi, Wales, Bretóníu og Frakklandi)“ (bls. clxxxviii).
Hér er hugtakið keltneskur ekki skilgreint nánar, en nefnd eru þau lönd sem
máli skipta í þessu samhengi. Ég get ekki neitað því að nánari skilgreining
gæti hafa verið til bóta, en sjálf taldi ég að ofangreint hugtak skírskotaði til
nokkuð almennrar vitneskju, þótt keltnesk tungumál séu ekki lengur töluð í
öllum þessum löndum. A bls. clxx er hugtakið gelískur skilgreint svo: „... ým-
is þjóðsagna- og ævintýraminni sem þekkjast hér eru algeng meðal íra og
Skota, Gela“. Lengst af hafði þó staðið í handriti að innganginum: „... ýmis
þjóðsagna- og ævintýraminni sem þekkjast hér eru algeng meðal Gela (þ.e. íra
og afkomenda þeirra í öðrum löndum, s.s. Skotlandi)". Þessu var hins vegar
breytt á lokastigi, enda taldi ég knappari skilgreininguna nægja (e.t.v. má segja
að hún hefði orðið skýrari ef ég hefði skotið „þ.e.“ inn á undan ,,Gela“). Af
þessu má sjá að hugtökin tvö eru skilgreind, en e.t.v. má til sanns vegar færa