Gripla - 01.01.2002, Síða 281
SVOR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
279
að munurinn sé þrátt fyrir það ekki nógu ljós. Á það skal þó bent að þau eru að
öllu leyti notuð í samræmi við það sem almennt tíðkast.
í ræðu andmælanda míns kom ennfremur fram sú gagnrýni að í k. 5.1.3
(þ.e. á bls. clxv-ccxvi), þar sem fjallað er um minni sögunnar, væri um of
treyst á eftirheimildir er varða gelískt efni — og þá einkum íslenskra fræði-
manna. Hér hefði sem sagt verið betra að athuga upprunalega texta eða þýð-
ingar þeirra (sem er líklega farsælla, þar sem um er að ræða gelískar heimild-
ir). Er mér bent á að ég hefði m.a. getað haft gagn af rannsóknum Bos Alm-
qvist og Alans Bruford (bls. 251).
Að jafnaði leitast ég við að nota frumheimildir, eins og sjálfsagt þykir við
fræðastörf. Ég hef þó óneitanlega fundið fyrir því, sérstaklega í rannsóknum
mínum á bókmenntum og þjóðfræðum annarra þjóða, að bókakostur Lands-
bókasafns Islands - Háskólabókasafns er tiltölulega rýr í þessum efnum, að
undanskildum grundvallarritum og handbókum. Með þessu er ég hvorki að
kasta rýrð á safnið né vísa frá mér ábyrgð, enda oft um að ræða bæði gömul
og sjaldgæf rit. — Og sé um gömul rit að ræða eru þau að jafnaði ekki lánuð
milli landa; a.m.k. hefur mér ekki tekist að fá að láni rit sem gefin voru út fyr-
ir 1900, og reglur erlendra safna banna þar að auki að ljósritað sé úr þeim. Af
þessu leiðir að nánast ómeðvitað hef ég þróað hjá mér þá vinnureglu að meta
mikilvægi heimildanna áður en ég ræðst í að fá þær að láni erlendis frá. Notk-
un eftirheimilda um gelískt þjóðfræðaefni kemur því til af tveimur ástæðum;
annað hvort mat ég heimildagildi eftirheimildanna nógu traust, eða að mér
tókst ekki að útvega mér tiltekna heimild.
Ég hef nokkuð kynnt mér rannsóknir Bos Almqvist, og vitna til eins verka
hans í umræddum kafla. Ég get viðurkennt að fleiri tilvitnanir í verk hans, s.s.
greinamar „Fípan fagra och Drósin á Girtlandi" frá 1994 og „Gaelic/Norse
folklore contacts" frá 1996 hefðu verið riti mínu til sóma, þótt áhrif þeirra á
umfjöllunarefni mitt hefðu hvergi verið teljandi, en gott hefði einmitt verið að
vitna til þeirrar síðamefndu varðandi skýra afmörkun á þeim hugtökum sem
um var rætt hér að framan, þ.e. keltneskur og gelískur, sem Almqvist fjallar
nokkuð um í þessari grein sinni og notar svo með sambærilegum hætti og ég
hef gert í riti mínu. Að sama skapi hefði ég mátt vitna til bókar Alans Bmford,
Gaelic Folktales and Mediaeval Romances, bls. 157-159, þar sem hann ber
saman írskar og skoskar miðaldasagnir um varúlfa.
í framhaldi af þessu bendir andmælandi minn á að úlfar gegni engu hlut-
verki í írsku og skosku þjóðfræðaefni, og þ.a.l. sé það ekki mjög líklegt að
hægt sé að rekja varúlfsminnið þangað, eða til gelískra sagna (bls. 251). Ég