Gripla - 01.01.2002, Page 282
280
GRIPLA
leyfi mér hins vegar að benda á að í riti mínu fjalla ég lítilsháttar um nokkrar
tilteknar miðaldasögur, sem koma frá hinum keltneska hluta Evrópu (— sem
var afmarkaður nánar hér að framan). Sögur þessar voru skráðar á 12. og 13.
öld, þótt gera megi ráð fyrir að rætur þeirra liggi enn dýpra í menningu þeirra
þjóða sem þessi lönd byggja. Tilteknar sögur hef ég nálgast í útgáfum eða
þýðingu eftir frumheimild, þai' sem það á við. Með tilliti til þessara miðalda-
sagna vitnaði ég til rita, að vísu eftirheimilda, þar sem getið er um varúlfatrú
á Englandi og írlandi á 12. og 13. öld.
Við rannsóknir mínar á tilteknu sagnaminni hafði ég m.a. komist að því að
úlfa sé afar sjaldan getið í þjóðsögnum Ira, þ.e. munnmælaefni frá síðari öld-
um, enda séu þeir þar útdauðir fyrir margt löngu. Varúlfsminnið kemur hins
vegar fyrir í nokkrum fomírskum heimildum, eða frá 7.-13. öld, svo sem John
Reinhard og Veman Hull rekja í fræðigrein sem birtist í Speculum 1936. 1
minnaskrá sinni Motif-Index ofEarly Irish Literature vitnar Tom Pete Cross til
allmargra heimilda (þá bæði fram- og eftirheimilda) þar sem minnið kemur
fyrir í írskum miðaldabókmenntum, eða þar sem fjallað er um það, eins og
fram kemur í neðanmálsgrein í inngangi Ulfhams sögu á bls. clxxxviii. Nokkr-
ar þessara tilvísana hef ég náð að staðfesta með því að útvega mér þýðingar
þeirra frumheimilda sem þar er vitnað til.2
Fyrr á öldum stóð íbúum Bretlandseyja mikil ógn af úlfum, sem m.a. verð-
ur séð af því að Aðalsteinn Englakonungur hinn sigursæli, sem ríkti 925-40,
lét reisa sérstakt skjól þeim ferðalöngum sem urðu fyrir árás þeirra. Eins og
viðumefni Aðalsteins gefur til kynna var hann sigursæll konungur og m.a.
sigraði hann lið Walesbúa, sem urðu skattþegnar Englakonungs. Játgeir Aðal-
ráðsson (Edgar), sem ríkti í Englandi 959-75, breytti hins vegar fyrirkomulagi
þess skatts sem forveri hans hafði komið á og bauð Walesbúum nú að greiða
skatt sinn með 300 úlfsskinnum, í stað peninga og annarrar vöra. Tilgangur
hans var að fækka úlfum og má segja að hafi verið fyrsta skrefið í skipulagðri
útrýmingu úlfa á Bretlandseyjum. I kjölfar þessa snarfækkaði úlfum á Eng-
landi og í Wales, og þetta snilldarráð Játgeirs konungs varð umfjöllunarefni
skálda allt fram á 18. öld (sbr. Camden’s Britannia 1695 1971:655 og 742,
Summers 1934:180-181). Talið er að úlfar hafi þó ekki dáið út á Englandi fyrr
en á 16. öld, og á Skotlandi tveimur öldum síðar. Þá voru úlfar ekki minni
plága á írlandi, þar sem menn gripu til þess ráðs að þjálfa sérstaka tegund
2 Sbr. t.d. Tlie Voyage ofBran Son ofFebal to the Land ofthe Living, bls. 24 o.áfr., og Reinhard
og Hull 1936 (þýðingar). Ennfr. er vitnað til Konungs skuggsiár og Topography oflreland eft-
ir Giraldus Cambrensis t nmgr. 309, Úlfhams saga, bls. cxcv.