Gripla - 01.01.2002, Síða 284
282
GRIPLA
5
Ég vil þakka fyrir þau ummæli andmælanda míns að ritgerðin sé „sérstaklega
sannfærandi í sambandi við notkun sálfræðilegrar og sálrænnar túlkunar" (bls.
251). I þessu samhengi er þó bent á að k. 5.3, þ.e. kafli um gildi fyrr og nú,
verði að teljast of rýr sem niðurstöðukafli, sé hann borinn saman við aðra
hluta verksins.
Umræddur kafli um merkingu er 19 bls., en hvað sem því líður tel ég að
samanburður á lengd ákveðinna kafla sé ekki rétt viðmiðunaraðferð, þar sem
hinar ólíku hliðar sögunnar geta kallað á misítarlega umfjöllun. Eðli málsins
samkvæmt er inngangur útgáfunnar ekki byggður upp eins og ritgerð, þar sem
niðurstöður, byggðar á rannsóknum sem miðast við einhverja ákveðna grund-
vallarspurningu (— eða spumingar), eru dregnar saman í sérstökum niður-
stöðukafla. Bygging inngangsins fylgir þó engu að síður ákveðinni stefnu;
hann hefst á kynningarkafla, þar sem fjallað er um helstu einkenni rímnanna
og sögugerðanna þriggja, þ.e.a.s. ytri einkenni, þá koma ítarlegar handrita- og
málfarslýsingar og loks textafræðilegur samanburður, sem leiðir til tengslatrés.
Eftir þetta kemur hinn efnislegi samanburður, sem byggir á þeim textafræði-
lega, þ.e. stefnan liggur frá tiltölulega þröngum yfirborðsrannsóknum á til-
teknum textum yfir í bókmenntafræðilega umfjöllun í víðara samhengi. Sú
stefna víkkar svo enn frekar í 5. kafla með umfjöllun um hefðina, sagnaminn-
in og tengsl sögunnar út á við og endar svo á kafla um gildi sögunnar fyrr og
nú, þar sem leitast er við að ráða í merkingu hennar. Leiðin liggur með öðrum
orðum frá hlutlægum rannsóknum yfir í sífellt huglægari. Lokakaflinn tengist
svo þeirri umfjöllun sem á undan er komin, þar sem ég leita m.a. í hefðina
sjálfa og viðtökur fólks frá fyrri öldum þegar ég velti fyrir mér hugsanlegri
merkingu sögunnar. Kaflinn er hins vegar ekki niðurstöðukafli fyrir inngang-
inn í heild sinni. Sjálfri finnst mér túlkunin gegna mikilvægu hlutverki og til-
gangurinn með umræddum kafla var fyrst og fremst sá að varpa ljósi á þá fjöl-
breytni sem lestur sögunnar býður upp á, — eða hvaða möguleika hún gefur
til nálgunar. Hins vegar get ég ekki fallist á að túlkunarkaflinn eigi að vega
neitt þyngra en aðrir kaflar, bara af því að hann rekur lestina. Sagan hefur
marga fleti, — og jafnvel mætti líkja henni við tening að því leyti. Þama er
einungis verið að fjalla um einn ákveðinn flöt teningsins, rétt eins og fjallað er
um aðra fleti hans í öðrum köflum.
I köflum 5.3.1.1.-5.3.1.6 er Úlfhams saga túlkuð á nokkra mismunandi
vegu, en sameiginleg, undirliggjandi merking þessara kafla er dregin saman í