Gripla - 01.01.2002, Síða 285
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
283
k. 5.3.2. Andmælandi minn telur að þræði þessara kafla hefði mátt tengja enn
betur saman og að niðurstöðumar hefði mátt styðja með fyllri umræðu um
túlkunarfræðilegar forsendur og umfangsmeiri tilvísun til bókmenntafræði-
rannsókna (bls. 252). Enn fremur telur hann tveimur heimildum ofaukið í
heimildanotkun minni, á meðan hann saknar tilvísunar í nýrri rannsóknir, svo
sem þeirra Helgu Kress og Dagnýjar Kristjánsdóttur (bls. 252).
Varðandi tilvísanir í túlkunarfræði þótti mér nægja að vitna til þriggja
heimilda sem koma inn á umrætt svið, þ.e. „Nokkur hugtök og úrlausnarefni í
túlkunarfræði“ eftir Pál Skúlason, Samræður við söguöld eftir Véstein Olason
og Interpretation ofFairy Tales eftir Bengt Holbek, en við síðastnefnda tilvís-
un tek ég fram að í viðkomandi riti megi finna gott yfirlit um fræðileg viðhorf
og aðferðir túlkunarfræðinga (en í riti sínu gerir Holbek grein fyrir öllum
helstu kenningum í túlkunarfræði fram á sína daga, eða fram á 9. áratug síð-
ustu aldar). 1 einstökum túlkunarköflum vísa ég svo í sérhæfðari rit, s.s. sem í
fyrirlestra Sigmunds Freud, táknfræðileg uppsláttarrit, nokkur sérfræðirit, svo
sem um merkingu einstakra fyrirbæra, auk þess sem ég vitna til innlendra
fræðimanna sem hafa fjallað um táknræna merkingu persónunafna. Svo ber þó
að skilja sem andmælanda mínum þyki ég ekki einungis fullsparsöm á tilvís-
anir í þessum kafla, heldur ennfremur að ég hefði mátt styðja niðurstöður mín-
ar enn frekar með fyllri umræðu um túlkunarfræðilegar forsendur (bls. 252).
Hugsanlega hefði ítarlegri umræða um túlkunarfræði orðið til þess fallin
að styrkja umfjöllunina. Ég vil þó minna á að umræddur kafli í riti mínu hefst
einmitt á umræðu um túlkun (á bls. ccxxix), þar sem ég velti fyrir mér álita-
málum þar að lútandi, s.s. við hvem túlkun skuli miðast og hvaða leiðir sé best
að fara til að nálgast merkingu sagna. Segja má að þetta séu forsendur sjálfr-
ar túlkunarinnar. Að umræðu þessari lokinni var valin sú leið að túlka söguna
á nokkra ólíka vegu og tengja svo þær hugmyndir sem þar komu fram í e.k.
heildartúlkun í lokin. Túlkunin má því heita huglæg, og í raun samræmist hún
ekki nema að litlu leyti hugmyndum annars staðar frá.
Af fenginni reynslu tel ég það tvennt að kynna sér túlkunarhugmyndir ann-
arra og að nota þær. Túlkunarfræðilegar forsendur eru breytilegar, hvort sem
gengið er út frá túlkanda eða viðfangsefni, líkt og túlkunin sjálf. Túlkunarhug-
myndir annarra samræmast því ekki endilega hugmyndum manns sjálfs, þeg-
ar til kastanna kemur. Hér er ekki ætlunin að gagnrýna einstakar aðferðir og
þær forsendur sem liggja að baki aðferðum annarra, heldur þótti mér þær
kenningar, sem ég þekkti til, í raun ekki bjóða betri lausnir til að ljúka upp
merkingu Úlfhams sögu, en þær hugmyndir sem ég hafði sjálf fram að færa.