Gripla - 01.01.2002, Page 286
284
GRIPLA
Aðferð mín fellur m.ö.o. ekki undir neina ákveðna kenningu í túlkunarfræð-
um, enda er ég kannski frekar að lesa í einstök tákn sögunnar, með nokkrum
mismunandi leiðum, og í því tilliti styðst ég við og vitna til táknfræðiuppfletti-
rita og annarra gagnlegra heimilda.
Andmælandi minn telur þó að túlkun mín taki í mörgu mið af sálfræðilegri
túlkunaraðferð, og benti mér í því tilliti á tvo fræðimenn, sem líklega hefði
verið gott að vitna til, svo sem áður segir (bls. 252). Því ber ekki að neita
stundum heimfæri ég lýsingar og táknmyndir upp á sálrænt ástand aðalsögu-
hetjunnar, Úlfhams, þar sem sem mér þykir samsvörunin augljós. Þetta þarf þó
ekki að þýða að túlkunin falli undir sérstaka eða fyrirfram mótaða aðferða-
fræði, aðra en þá sem upphaflega var gengið út frá og lýst var hér að framan.
En vissulega má hugsa sér að umræddan kafla hefði mátt styrkja enn frekar
með hugmyndum þeirra sem helst hafa fengist við sálfræðitúlkanir og langar
mig þá sjálfa til að bæta nafni bandaríska þjóðfræðingsins Alans Dundes við
tillögur andmælanda míns. Engu að síður tel ég að aðferðir hans, og þeirra
túlkenda sem ég þekki til, hefðu í engu breytt niðurstöðunum, sem eru hug-
lægar, eins og áður segir. Varðandi kröfu um umfangsmeiri heimildatilvísanir
vil ég minna á orð Júrgs Glauser nokkru framar í umfjöllun sinni um umrædd-
an kafla (5.3.1), en þar segir: „Þetta er mjög áhugaverður þáttur þar sem það er
augljóst að doktorsefnið hefur kynnt sér fjölda bókmenntafræðilegra kenninga
og aðferða“ (bls. 251).
Að lokum langar mig til að þakka Júrg Glauser fyrir sanngjama umfjöllun um
ritgerð mína og athugasemdir sem varða ekki einungis Ulfhams sögu, heldur
íslenskar miðaldabókmenntir í víðara samhengi. Andmæli hans voru á marg-
an hátt hugvekjandi. Ennfremur vil ég þakka dr. Terry Gunnell fyrir gagnlegar
athugasemdir um þjóðfræðaefni, sbr. neðanmálsgrein Glausers á bls. 250.
Svar við ræðu 2. andmælanda
Ræðu 2. andmælanda, dr. Svanhildar Óskarsdóttur, þykir mér rétt að skipta í
þrjá hluta: 1) álitamál um forsendur útgáfunnar og aðferðir, 2) athugasemdir er
varða umfjöllun mína um handrit og niðurstöður handritasamanburðar og 3)
athugasemdir við frágang. Fjallað er um efnisatriðin í þessari röð.