Gripla - 01.01.2002, Page 287
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
285
1
Eins og fyrri andmælandi minn telur Svanhildur Oskarsdóttir að þörf hefði
verið að tengja útgáfuaðferð þá sem notuð er í Ulfhams sögu „með skýrari
hætti í samhengi við nýjustu umræðu innan fræðasviðsins“ (bls. 266). í fram-
haldi af því bendir hún á rit og ritgerðir sem birst hafa á undanfömum árum,
þar sem fjallað er um þá svonefndu „nýju textafræði“. Meðan á útgáfu Ulf-
hams sögu stóð las ég flestar þær heimildir sem þama er bent á, líkt og fjölda
annarra rita sem reyndust, að mínu mati, ekki eiga brýnt erindi í inngang rits-
ins. Gott hefði verið að fá nákvæmari dæmi um það hvað það er í þessum rit-
um sem hefði skapað einhvers konar gmndvöll eða réttlætingu fyrir útgáfuað-
ferð mína. I svörum mínum við andmælum Jurgs Glauser geri ég stuttlega
grein fyrir þeim skoðunum mínum sem máli skipta í þessu samhengi, og leyfi
ég mér að vísa til þeirra hér (bls. 276-277).
Textafræðilegar aðferðir urðu andmælanda mínum að nokkru umhugsun-
arefni. f útgáfu minni em fjórir mismunandi textar Ulfhams sögu prentaðir,
þ.e. rímnumar og prósagerðimar þrjár, A-, B- og C-gerð. Textunum er raðað á
þann hátt að elsti textinn, rímumar, er prentaður fyrst, en að þeim loknum taka
lausamálsgerðimar við og em þær prentaðar á þremur „hæðum“; A-gerð efst,
þá B-gerð og loks C-gerðin neðst á síðu. Andmælanda mínum virðist sem
uppsetning þessi gangi þvert á þá yfirlýsingu mína að í útgáfunni sé athyglinni
einkum beint að skyldleika milli rímna og sagnauppskrifta eftir þeim (bls.
xxvi, sbr. andmælaræða bls. 265): Finnst með öðrum orðum að þama sé ég að
gefa til kynna að prósagerðimar eigi fleira sameiginlegt innbyrðis en þær eiga
hver um sig með rímunum, þ.e. að líta megi á allar prósagerðimar sem af-
brigði eins texta. Ber þetta vott um árekstur hefðbundinnar textafræði og ann-
ars konar nálgunar?
Það get ég með engu móti séð. I þessu sambandi langar mig til að nefna
aðra möguleika. Til greina hefði komið að prenta alla textana sér og líklega
hefði ekki verið hægt að setja neitt út á slíka útgáfu. Það hefði undirstrikað að
hver gerð sögunnar er í raun einstök og að á hana beri að líta sem heild. I öðm
lagi hefði mátt klippa rímnatextann niður til jafns við prósagerðimar, t.d. með
því að prenta rímnatextann á vinstri síðu hverrar opnu, og samsvarandi kafla
úr lausamálsgerðunum á hina hægri. Þennan möguleika verður fyrst og
fremst að útiloka vegna lengdarmunar, þar sem rímumar em talsvert lengri en
prósagerðimar; rímnakafli sem samsvararar hverri af hinum þremur „hæðum“
prósagerðanna efnislega kæmist einfaldlega ekki fyrir á einni blaðsíðu. Þriðji