Gripla - 01.01.2002, Page 289
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
287
ir sem söguhöfundur gat haft á borði sínu, heldur er einungis ætlunin
að sýna fram á hvemig mismunandi útfærslur sama söguefnis tengjast
innbyrðis.
Þótt skilgreining þessi sé vissulega stutt hlýtur hún að mega teljast skýr og
ekki ætti að orka tvímælis á hvem hátt umrætt hugtak er notað. — Og þar sem
hugtakið er skilgreint og notað innan textafræðilegrar umræðu, hljóta að vera
hverfandi líkur á því að hugtakinu sé mglað saman við notkun þess innan bók-
menntafræði. Hugtakið „textatengsl" er gegnsætt, og hér notað um tengsl
texta. Hugsanlega gæti óheppilegur hugtakaárekstur átt sér stað, tækju texta-
fræðingar að tileinka sér framangreint hugtak til æ meiri muna og án þess að
skilgreina notkun þess. En taki menn að rannsaka tengsl texta á líkan hátt og
hér hefur verið gert, hlýtur hugtakið ekki einungis að teljast heppilegt, heldur
nauðsynlegt. í þessu tilliti er vert að benda á að þýðing hugtaksins intertextu-
ality með ‘textatengsl’ er ekki gegnsæ.
í formála að Úlfhams sögu segir: „í eftirfarandi útgáfu gefur að líta allar
varðveittar gerðir Úlfhams sögu og Vargstakna ..." Þetta telur andmælandi
minn að standist ekki, þar sem uppskrift Jónasar Jónssonar, dyravarðar Al-
þingis, sé ekki meðal útgefinna texta og spyr annars vegar hvers vegna endur-
sköpun hans sé „ómerkilegri en aðrar eldri útfærslur" og hins vegar hvort ekki
þyki fréttnæmt að „uppskrift Jónasar [sé] sú eina af prósagerðunum sem bæt-
ir erindum úr rímunum inn í textann“ (bls. 265).
í inngangi er umrædd uppskrift nefnd A3, enda er hér tæpast um að ræða
nýja gerð, og í stómm dráttum er þetta uppskrift eftir A'; sem sagt: afbrigði A-
gerðar. Að vísu hefur skrifari breytt orðalagi sem nokkru nemur í þriðja kafla
og byrjun þess fjórða, auk þess sem einstakar setningar eru felldar út, en öðr-
um bætt við, samkvæmt efni rímnanna, en að eigin sögn hefur Jónas haft Stað-
arhólsbók (S) nærtæka. Uppskrift Jónasar er m.ö.o. ekki ný gerð og það við-
bótarefni sem hann sækir í rímnatextann getur varla talist nýsköpun. Hún er
dagsett 27. desember 1884 og mun því að öllum líkindum gerð í Amasafni í
Kaupmannahöfn, þar sem S og AM 601 a 4to, handrit A', voru í vörslu. í
stuttu máli sagt: A3 er ungur texti; honum er steypt saman af alþýðufræði-
manni sem situr við vinnu sína á handritasafni. Uppskriftin er ekki hluti af
þeirri sagnahefð sem inngangur Úlfhams sögu snýst um og felst í viðtöku
sagna fyrr á öldum, og sér í lagi rannsóknum á formbreytingum hennar; rím-
um og sagnauppskriftum eftir þeim. A3 er eftirrit sem vissulega hefur orðið
fyrir nokkrum breytingum frá hendi skrifara, en breytingar hans mega teljast