Gripla - 01.01.2002, Page 290
288
GRIPLA
ófrumlegar að því leyti að þær eru sóttar til rímnatextans. Þær örfáu breytingar
sem rekja má til skrifarans sjálfs og skipt geta máli eru tíundaðar á bls. xxvi.
Eins og Svanhildur Oskarsdóttir bendir á er uppskrift Jónasar sú eina sem
er aukin rímnaerindum og spyr hún hvort slíkt þyki ekki fréttnæmt. Ég hlýt að
svara spumingu hennar játandi, enda er þess getið á bls. xxvi, þar sem þau sjö
erindi sem Jónas hefur valið viðeigandi staði innan uppskriftarinnar era talin
upp; annað efni handritsins er ennfremur rakið á bls. xxv. Það álitamál sem
Svanhildur vekur máls á með athugasemdum sínum (bls. 265-266) er hins
vegar ekki einfalt og ákvörðun mín um meðferð uppskriftarinnar hvorki „rétt“
né „röng“. Spurningin snýst um grandvallaratriði í varðveisluferli texta, eins
og Júrg Glauser benti á hér að framan (bls. 247-248), og því er við hæfi að
spyrja: Hvenær verður texti að gerð? Texta Jónasar mat ég svo að nóg væri að
fjalla um þær örfáu breytingar sem máli skipta fyrir ferli Úlfhams sögu í stuttu
máli á bls. xxvi. Hefðu breytingamar gefið tilefni til ítarlegri umfjöllunar,
hefði hún einfaldlega orðið ítarlegri. Umfjöllun um texta Jónasar í Lbs 3128
4to er því knöpp, en hið sama má einnig segja um umfjöllun uppskriftanna í
Lbs 2033 4to (bls. xiv) og Lbs 1940 4to (bls. Ixvi-lxvii og xciii) sem hvorar
um sig fela í sér óverulegar breytingar.
2
Umfjöllun minni um einstök handrit, önnur en Staðarhólsbók — AM 604 4to
(S), fylgir efnisyfirlit og af því má sjá með hvers konar efni umræddir textar
standa. Andmælandi minn saknar sams konar yfirlits um efni S og telur að það
hefði „bæði verið til samræmis og áhugavert fyrir lesendur að fá yfirlit um
efni Staðarhólsbókar í kafla 2.1“ (bls. 261). Hér skal bent á þann reginmun að
slíkt yfirlit er þegar prentað í útgefinni bók sem vitnað er til í inngangi (bls.
xxxi, nmgr. 36); efnisyfirlit annarra handrita hefur aftur á móti hvergi verið
prentað áður. Ekki þótti ástæða til að endurtaka þessa upptalningu á efni S hér,
en í nmgr. 37 era taldar upp rímur sem gefnar hafa verið út eftir umræddu
handriti, alls 24 rímnaflokkar af 33 (samantekt sem hvergi hefur birst áður).
Andmælandi minn telur að þetta hefði engu að síður verið þarft, sérstaklega í
ljósi þess hve rannsókn mín beinist að viðtökum rímna og prósa. Hér skal á
það bent að prósagerðir Úlfhams sögu verða ekki raktar til S, svo sem fram
kemur í k. 3.2, og því er það spuming hvort annað efni S varpi nokkru ljósi á
varðveislu efnisins.
Sambærileg krafa um að endurtaka efni eða umræðu sem þegar hefur birst