Gripla - 01.01.2002, Page 293
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
291
hafa aðrir útgefendur haft sama háttinn á, t.d. prentar Ólafur Halldórsson um-
rætt stoðhljóð í endingum í útgáfu sinni á Islenzkum midaldarímum (1973-
1975). Segja má að athugasemd andmælanda míns snúist í raun um að brjóta
í bága við ríkjandi útgáfuhefð með því að gera útgefanda að e.k. bragtúlki. Ég
tel hins vegar að í þessu tilfelli liggi það nær starfi útgefanda að búa textann
vel og skilmerkilega í hendur þeim sem fást við bragfræði eða sýna bragnum
sérlegan áhuga. — Og gæti ekki einmitt verið að bragfræðingum þætti útgef-
andi farinn að grípa fullmikið inn í textann með þeim vinnubrögðum sem
Svanhildur mælir með? Ég gæti skilið athugasemdina ef stafsetning rímnanna
hefði verið samræmd og upplausn banda hvergi sýnd, en hér kemur greinilega
fram að stoðhljóðið er falið í bandi. í k. 2.1.2 um styttingar og bönd í Staðar-
hólsbók geta lesendur svo séð nánar hvers konar band liggur að baki upp-
lausninni (sbr. bls. xliii). I þeirri textafræðilegu útgáfuhefð sem hér er tekið
mið af hefur verið leitast við að túlka texta ekki um of, t.d. með því að sam-
ræma ekki stafsetningu. Hið sama má gilda um framangreint ágreiningsmál.
Ég vil þakka ummæli andmælanda míns þar sem hann telur umræðu mína
um endursköpun Jóns Ólafssonar á Ulfhams sögu vel rökstudda og áhuga-
verða (bls. 262). Umfjöllunin snýst um þær breytingar sem Jón gerði á Ulf-
hams sögu og tel ég að þær beri að sumu leyti vott um hugmyndir hans um
hlutverk karla og kvenna og vera gerðar í uppeldissjónarmiði, þar sem hand-
ritið Kall 613 4to var ætlað ungri heimasætu, Ragnheiði Einarsdóttur á Sönd-
um. Andmælandi minn vitnar í inngang Úlfhams sögu á bls. lxiii, þar sem ég
tel að áhugavert gæti verið að skoða handritið sem heild og athuga þar með
hvort Úlfhams saga Jóns geti hugsanlega verið hluti af stærra verki, þar sem
textar hafa verið lagaðir að hlutverki bókarinnar. Andmælandi telur þetta sér-
lega áhugavert og finnst að ég hefði „átt að gera veigameiri tilraun til að
svara“ þessari spumingu, sem hefði „að sumu leyti orðið gjöfulli nálgurí4 en
sú aðferðafræði sem beitt er við handritakönnun (bls. 263). En þetta er þó
tvennt ólíkt. Rannsókn á Kall 613 4to, hversu áhugaverð sem hún kann að
vera, gæti aldrei komið í staðinn fyrir ítarlega rannsókn á Úlfhams sögu í því
handriti (þ.e. þeirri sögu sem rannsóknin snýst um). Þar að auki er athugun af
þessu tagi umfangsmikil og stærri en svo að hún rúmist í inngangi Úlfhams
sögu, enda felur hún í sér samanburð á öllum öðram sögum handritsins (11
talsins) við aðra varðveitta texta (sem eru fjölmargir). Þeim mun meira verk
yrði að vinna slíka rannsókn þar sem umrætt handrit er óútgefíð, en svo að
efni þess mætti koma að notum við samanburðarrannsóknir, þyrfti fyrst að slá
það inn á tölvutækt form (efni upp á rúmlega 400 þéttskrifaðar blaðsíður).