Gripla - 01.01.2002, Page 294
292
GRIPLA
Skref í átt að nánari rannsókn hefur þegar verið stigið og kynnt á málþingi um
menntun og uppeldi á 18. öld (Aðalheiður Guðmundsdóttir 2002). Frekari
rannsókn bíður hins vegar betri tíma — og nægs. Umrædd athugasemd sver
sig í ætt við athugasemdir 1. andmælanda, sem benti á nokkrar áhugaverðar
leiðir til nálgunar (sbr. bls. 250). Afmörkun inngangs á borð við þann sem hér
um ræðir felst hins vegar í því að velja, hafna og leggja línur, og eins og Svan-
hildur bendir á annars staðar þykir henni afmörkun mín skýr og verkefnið
hæfilega umfangsmikið (bls. 257).
Handritasamanburður er margflókinn og skilar samkvæmt því mörgum
niðurstöðum, sem dregnar eru saman í ættartré handrita. Þama eru m.a. færð
rök fyrir því að lausamálsgerðimar styðjist allar við efni sem kemur úr glataðri
fmmgerð C-textans, svo sem sjá má í ættartrénu á bls. ciii. Hér telur andmæl-
andi minn fyrirliggjandi röksemdir ekki nógu sannfærandi og að gert sé meira
úr líkindum A-gerðar við B- og C-gerð en efni standa til. Með því gerir Svan-
hildur ráð fyrir að sameiginleg einkenni A- og B-gerðar (þau sem ég ætla að
sótt séu til *C-gerðar) mætti allt eins skýra „með sameiginlegu viðhorfí sagna-
manna til efnis og notkunar þeirra á föstum formúlum" (bls. 270).
Þessi möguleiki var að sjálfsögðu skoðaður, rétt eins og allar hugsanlegar
leiðir um tengsl textanna. í k. 3.3.2.2 á bls. xciv segir orðrétt:
Vafalaust mætti rekja sumt, ef ekki flest, af orðalagslíkingum A- og B-
gerðar til formúlukennds orðfæris og þar með efast um sönnunargildi
þeirra fyrir textatengslum.
Hér legg ég sem sagt upp með álíka möguleika og andmælandi minn bendir á.
Hins vegar eru nokkur atriðið sem mér finnst mæla gegn þessari einföldu
lausn.
1) í fyrsta lagi er um að ræða nokkuð sterk lesbrigði sem sögugerðinar
tvær hafa sameiginleg gagnvart öðrum textum; t.d. eru kappamir Bölsóti og
Snækollur nefndir víkingar, en berserkir í rímum, og bjarkir þær sem rímum-
ar segja frá verða að eikartrjám í sögugerðunum. Að vísu getur hér verið um
tilviljanir að ræða, enda dugar þetta ekki eitt og sér.
2) í öðm lagi skera skil 5. og 6. kafla sig frá samsvarandi rímnaskilum, þ.e.
þau eru færð eilítið aftar í báðum prósagerðunum og skera sig þar með lítils-
háttar frá öllum varðveittum rímnatextum. Andmælandi minn hefur fyrir því
munnlega heimild að það sé einmitt eitt af einkennum formbreytinga (úr rím-
um í prósa) að skil milli kafla færist til með slíkum hætti og hér um ræðir (bls.
269). Þetta er í sjálfu sér ekki ósennilegt, en umrædd kaflaskil þykja mér engu