Gripla - 01.01.2002, Page 295
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
293
að síður benda til tengsla af einhverju tagi, þar sem ekki verður séð að hin
nýju skil hæfi efninu betur (þótt segja megi að þau hæfi efninu allt eins vel).
Þar að auki mætti kalla það allmikla tilviljun ef prósahöfundamir tveir hefðu
verið svo samtaka um að hreyfa við einmitt umræddum kaflaskilum (og eng-
um öðrum) án sameiginlegrar fyrirmyndar.
3) í þriðja lagi fela A- og C-gerð í sér sams konar frávik við sögulok, þar
sem rímumar geta þess að femar dyr finnist á Vamarhaugi hverja nótt (VI
34.1-2). í samræmi við það segir höfundur B-gerðar að haugurinn opnist
hverja nótt með femum dymm (bls. 59.11). í A- og C-gerð er haugbrotið hins
vegar talsvert erfiðara, þar sem menn þurfa nú að hafa fyrir því að brjóta á
hauginn femar dyr (bls. 59.2 og 59.23-24). Auk þessa fela B- og C-gerð í sér
annars konar sameiginleg frávik sem rekja má til misskilnings tiltekinnar
kenningar úr rímnatextanum (sbr. bls. xcix). A- og B-gerð, hvor í sínu lagi,
hljóta því að sækja fyrirmynd sína í hina baklægu *C-gerð.
4) Síðast en ekki síst em orðalagslíkingar A- og B-gerðar í heild sinni
(með öllum möguleikum, þ.e. ABjRímurC, ABCjRímur, ABRímurjC og ABC
Rímur) það fyrirferðamiklar að þær hljóta að styðja tilgátu um baklæga sögu-
gerð enn frekar. Andmælanda mínum hefur láðst að taka tillit til þessa mikil-
væga þáttar.
Það verður því að teljast líklegt að þennan augljósa skyldleika gerðanna
tveggja, sem ekki verður rakinn til rímnatextans, megi rekja til glataðrar sögu
sem mun hafa falið í sér sameiginlega leshætti og kaflaskil prósagerðanna. En
þrátt fyrir þessi augljósu líkindi A- og B-gerðar telur andmælandi minni eng-
in „knýjandi rök til þess að álíta að höfundur A-gerðar hafi haft neitt fyrir sér
annað en rímumar" (bls. 269) og skoðunum sínum til sönnunar vitnar hann í
framangreindar breytingar við lok Úlfhams sögu, sem og í eftirfarandi
athugasemd mína í inngangi (bls. cviii-cix):
Misskilning við Iok sögunnar má að einhverju leyti rekja til *C-gerðar
(sjá k. 3.3.3), en m.t.t. þess að höfundur A-gerðar styðst einnig við
rímumar, mætti jafnvel álykta sem svo að skilningi hans á skáldamáli
þeirra hafí verið ábótavant. Vafalaust mætti líka kenna óvandvirkni eða
fljótfæmi um ...
í inngangi mínum lýkur málsgreininni svo: „... því að umræddur rímnakafli,
u.þ.b. VI 40-45, er hvorki strembnari en aðrir hlutar, né torskilinn yfirleitt
með vandlegum lestri“.
Getur þetta tvennt ekki farið saman? Höfundur A-gerðar fer eftir *C-gerð