Gripla - 01.01.2002, Page 296
294
GRIPLA
þegar hann ákveður að láta hersinguna brjótast inn í hauginn, og hefur þá lík-
lega jafnframt sést yfir að í rímunum eru dymar umræddu þegar opnar. En
hvemig sem því er háttað er staðreyndin sú að lesháttur rímnanna hefur farið
fram hjá honum, á meðan texta hans ber saman við C-gerð. Lausn Svanhildar
felst í að líta á A-gerð út frá sjónarhóli „nýju fiiólógíunnar" og skýra framan-
greind líkindi með sameiginlegu viðhorfi sagnamanna. En hvað með sameig-
inlega leshætti, sbr. fjórða lið hér að framan? — ég tel nauðsynlegt að taka
tillit til þeirra líka. Með þessu er ég ekki að segja að hugmyndir Svanhildar
séu úr lausu lofti gripnar, en á hinn bóginn fmnst mér ekki laust við að þær feli
í sér eilítið of fögur fyrirheit um lausnir „nýrra“ hugmynda.
Framangreindar aðfinnslur um hvort rekja megi A-gerð að hluta til hinnar
baklægu *C-gerðar eða ekki standa engan veginn undir þeim orðum andmæl-
anda míns að samanburðaraðferðin henti A-gerð ekki vel og afhjúpi þar með
takmarkanir sínar (sbr. tilvitnun í 1. hluta hér að framan). Hér þarf meira til.
3
Andmælandi minn gerir nokkrar athugasemdir varðandi frágang ritsins og tel-
ur m.a. að sá háttur minn að prenta fæðingar- og dánarár fræðimanna sé sér-
kennilegur og hefði verið „þægilegra“ m.t.t. lesenda að sýna „hvenær það rit
birtist sem vísað er til“ (bls. 258). Hér kemur tvennt til. í fyrsta lagi valdi ég að
styðjast við svonefnt MLA-tilvísanakerfi, sem einkennist af því að tilvísanir
eru hafðar í neðanmálsgreinum, en ekki innan sviga í meginmáli. Samkvæmt
þessari aðferð er vitnað til höfundar, titils og blaðsíðutals neðanmáls. Eg tel að
þetta kerfi henti riti mínu mun betur en hið svonefnda APA-kerfi, þar sem
vitnað er í höfund, útgáfuár tiltekins rits og blaðsíðutal innan sviga (sbr. Gi-
baldi og Achtert 1988 og Einar Guðmundsson og Júlíus K. Bjömsson 1995:
69-78). Það getur verið gott að grípa til neðanmálsgreina þegar þörf er á að
dýpka umfjöllunina með umræðu sem ekki á með góðu móti heima í megin-
máli, — eða myndi a.m.k. oft á tíðum hafa slæm áhrif á samhengi textans. í
inngangi Úlfhams sögu hefur þessi leið óspart verið notuð; neðanmálsgreinar
eru því algengar og viðbótarupplýsingum gjaman bætt aftan við heimildatil-
vísanir. Sjálfri þykir mér betra að lesa texta án svigatilvísana, séu þær fyrir-
ferðamiklar, og þ.a.l. þótti mér fara betur á því að hafa tilvísanir neðanmáls og
innan um aðrar neðanmálsgreinar, sem hvort eð er fylgja textanum.
Samkvæmt MLA-kerfinu er ekki getið um útgáfuár rita í tilvísunum. Hins
vegar get ég um fæðingar- og dánarár fræðimanna innan sviga, sem mér þótti