Gripla - 01.01.2002, Blaðsíða 297
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
295
reyndar alveg nauðsynlegt. Efni ritsins samkvæmt vitna ég til fræðimanna og
viðhorfa langt aftur í aldir, en þegar kenningar einstakra manna eru skoðaðar
og settar í stærra samhengi, getur það skipt miklu máli hvenær viðkomandi
kenningasmiður eða fræðimaður var uppi. Þetta dýpkar sýn okkar á viðfangs-
efnið og við skiljum viðhorf manna betur m.t.t. þess hvort þeir voru uppi á 18.,
19. eða 20. öld. Með 20. aldar fræðimenn getur það jafnvel skipt máli hvort
þeir voru að störfum á fyrri hluta aldarinnar eða hvort um samtímamenn er að
ræða, því að viðhorf manna fylgja óneitanlega ákveðnum tíðaranda. Elstu
fræðimenn sem ég vitna til eru fæddir í kringum Kristsburð, en sá yngsti á 8.
áratug liðinnar aldar. Sjálf hef ég dáðst að fólki sem leggur á sig þessa ósjálf-
sögðu upplýsingaþjónustu og gerir mér, sem lesanda, kleift að staðsetja mig í
réttum tíðaranda hverju sinni.
Aðferðin er þó ekki gallalaus, eins og andmælandi minn benti á, og kemur
til af því að gert er ráð fyrir að megintexti, þ.e. texti án neðanmálsgreina, geti
staðið og fallið með sjálfum sér og að lesendur geti látið nægja að lesa þann
texta. Sú umfjöllun sem fram fer í neðanmálsgreinum er hins vegar oftar en
ekki hugsuð sem ítarefni fyrir þá sem vilja vita enn meira. Upphaflega ákvað
ég því að láta nægja að setja ártöl við menn sem voru nefndir í meginmáli og
miðaði við að þær upplýsingar kæmu fram í fyrsta skipti sem hver maður væri
nefndur. Eftir nánari umhugsun snerist mér hugur og þótti mér þessi aðferð
jafn mikilvæg neðanmáls sem í meginmáli. Þá stóð ég hins vegar frammi fyrir
„tæknilegu vandamáli“. Átti ég halda fyrmefndri reglu og skeyta ártalinu aftan
við viðkomandi fyrst þegar nafn hans birtist, þótt það væri í neðanmálsgrein?
Hvað þá með það sjónarmið að megintextinn ætti að geta staðið einn og sér?
Eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að láta meginmálið ráða ferðinni, skeyta
ártalinu aftan við nafn þegar það kemur þar fyrst fyrir, jafnvel þótt sama nafn
hefði áður komið fyrir í neðanmálsgrein. Mönnum sem einungis eru nefndir
neðanmáls fylgja að sjálfsögðu ártöl við fyrstu tilvitnun.
En þá að alvarlegri athugasemdum. Andmælandi minn fullyrðir að stund-
um séu þeir annmarkar á heimildatilvísun að vitnað sé til handbóka eða eftir-
heimilda, „þar sem gera verður þær kröfur að vísað sé til frumheimilda“ (bls.
258). Þessu til stuðnings fylgja tvö dæmi. I fyrra tilvikinu vitna ég í handrita-
skrá Kálunds (KatAM 1:713) þar sem ég tel upp efni AM 561 4to, auk þess
sem ég get um athugagrein Áma Magnússonar í sama vetfangi (hún er prent-
uð aftan við handritslýsingu Kálunds á sömu blaðsíðu). Umrædd athugagrein
er ennfremur prentuð í Arne Magnussons i AM 435 A-B, 4to indelholdte
hándskriftfortegnelser (bls. 27) og telur andmælandi minn að eðlilegra hefði
verið að vitna í það rit. Hins vegar er sú klausa, sem vitnað er til, ekki einungis