Gripla - 01.01.2002, Page 298
296
GRIPLA
efnislega eins upp tekin í báðum ritunum, heldur einnig af sama manni, Kr.
Kálund. Þar að auki er hún prentuð 20 árum fyrr í handritaskrá hans, þeirri
heimild sem ég vísa til. Gerir það tilvísun í síðamefnda ritið ekki óþarfa, þrátt
fyrir „venju“?
Hitt dæmið sem ég fæ bágt fyrir er að geta þess, á bls. clxxxvii, að elsta full-
mótaða varúlfasagan sé varðveitt innan skáldsögunnar Satýrikon, en vitna svo
ekki til bókarinnar sjálfrar í þýðingu, heldur fræðirits um varúlfsminnið, þar
sem fjallað er um hana (sbr. nmgr. 283, sbr. andmæli bls. 258). Hér er hvergi
um að ræða beinar tilvitnanir í umrædda sögu, heldur er einungis fjallað um
hana sem foma, þekkta skáldsögu og þótti mér við hæfi að vitna til umfjöllunar
um ritið, þar sem efni hennar er sett í samhengi við efni umrædds kafla, þ.e.
varúlfsminnið. Ég get vel fallist á að aukatilvísun, lesendum til frekari fróðleiks,
um að tiltekið rit fengist nú í íslenskri þýðingu hefði verið til bóta. En að nefna
þetta „bagalegt dæmi“ um tilvísun í eftirheimild held ég að sé fullmikið sagt.
Undir athugasemdir um frágang falla aðfinnslur um framsetningu, sem
andmælandi minn telur að geti verið óskýr eða ruglandi (bls. 263). Sem dæmi
um slíkt nefnir hann eftirfarandi klausu úr stafsetningarlýsingu AM 601 a 4to
á bls. li:
Broddur eða depili yfir /y/ kemur aldrei fyrir, enda er táknið sjaldgæft.
Þess í stað er ýmist notað i eða j: ‘vargynja’ 43.4; ‘mei’ 53.6; ‘mejun/í-
e’ 60.5. Hér er afkringingin því greinilega löngu um garð gengin.4
Fyrst er bent á setninguna „Broddur eða depill yfir /y/ kemur aldrei fyrir,
enda er táknið sjaldgæft.“ Spurt er: „Hvaða tákn er hér átt við? brodd, depil
eða y með broddi eða y með depli?“ (bls. 263). Nú er tiltekin klausa undir
fyrirsögninni „Sérhljóðar", og má þá teljast líklegt að verið sé að tala um /y/
og varla er átt við að y með broddi eða y með depli séu sjaldgæf, því að í setn-
ingunni felst að þau koma alls ekki fyrir. í framhaldi fyrrgreindar setningar
segir: „Þess í stað er ýmist notað i eða j: ... Hér er afkringingin því greinilega
löngu um garð gengin.“ Hér bendir andmælandi minn á að þetta hljómi
eins og öll kringd hljóð í íslensku hafi afkringst, að ein allsherjar af-
kringing hafi gengið yfir. Svo er þó vitaskuld ekki; hér er um afkring-
ingu /y/ að ræða og það ber að taka fram.
Aðeins eitt dæmi fmnst um ey, en þar er y leiðrétt úr i (af Áma Magnússyni).