Gripla - 01.01.2002, Page 299
SVÖR VIÐ ANDMÆLARÆÐUM
297
Að sjálfsögðu er hér um afkringingu /y/ að ræða. Umfjöllun um /y/ er afmörk-
uð með greinaskilum og orðin ,,[h]ér er afkringingin“ gætu bókstaflega ekki
átt við um annan sérhljóða, hvað þá allsherjar afkringingu.5 Setningunni fylg-
ir þar að auki neðanmálsgrein, þar sem enn frekar má sjá að verið er að tala
um /y/ og ekkert annað. Ofangreindar setningar geta varla talist góð dæmi um
ruglandi og óskýrt orðalag.
Annað dæmi um ruglandi í framsetningu að sögn Svanhildar Oskarsdóttur
(bls. 264) er eftirfarandi klausa um skrift AM 601 a 4to á bls. lii-liii):
Handritið er skrifað með nýgotneskri léttiskrift, eldri gerð, en þó er
skrifað hálfsett. Þessi skrift ruddi sér til rúms á Norðurlöndum á 16. öld
(sbr. Bjöm K. Þórólfsson:139; Kroman:29 og 33). Skriftin er engu að
síður nauðalík fljótaskrift sem barst til Islands á fyrri hluta 17. aldar og
var orðin ráðandi um 1700 (Bjöm K. Þórólfsson: 141-143).
Andmælandi minn telur að hér standi lesandi á gati og geti vart áttað sig á
því hvort handritið sé með nýgotneskri léttiskrift, eldri gerð, eða fljótaskrift.
Ekki telur hann málið auðveldast þegar klausan er borin saman við lýsingu á
skrift Kall 613 4to, sem „er sögð hefðbundin, nýgotnesk léttiskrift, þ.e.a.s.
fljótaskrift “ (bls. lix). En liggur ekki í augum uppi að ...
a) AM 601 a 4to er skrifað með nýgotneskri léttiskrift, eldri gerð.þó hálfsettl
b) að skriftin er engu að síður lík fljótaskriffl
c) að Kall 613 4to er skrifað með fljótaskrift (sem er það sama og hefð-
bundin, nýgotnesk léttiskrift, — þ.e. hvorki eldri gerð né hálfsett)?
Eftirfarandi prentvillur hafa fundist í bók minni og komu þær m.a. í ljós
við yfirlestur Svanhildar Óskarsdóttur.
Inngangur:
Bls. vi.12: úgáfa, rétt: útgáfa.
Bls. viii.16 og lxii.5: Úfhams, rétt: Úlfhams.
Bls. xix, nmgr. 13: Stepens rétt: Stephens.
Bls. xxxii, nmgr. 42: fegða, rétt: feðga.
Bls. li.7: 7r8, rétt: 1x1.
Bls. li.18: 60.5, rétt: 60.3.
Bls. lxiv, nmgr. 119: áTjaldanesi, rétt: íTjaldanesi.
Bls. cxxx.28: 5. sögur, rétt: 5 sögur.
Bls. cxlv.16: morgunn, rétt: morgun.
5 Afkringing áy,ý og cy er þekkt fyrirbæri, þótt afkinging á 0 og ö hafi líka átt sér stað; hér er
því greinilega átt við afkringingu á /y/.