Gripla - 01.01.2002, Page 305
NÝTT RIT UM KRINGLU
303
Kringla heimsins hefði verið talið kyndugt á síðari öldum og reyndar ólíklegt
að það hefði tollað við verkið. Jón Eggertsson er sem sagt ekki aðeins upp-
hafsmaður elstu Kringluuppskriftar, sem er rækilega rannsökuð í þessu riti,
heldur líklega einnig nafnsins Heimskringla.
Eitt af þeim almennu bókmenntasögulegu viðfangsefnum sem höfundur
víkur að, og hefur reyndar áður fjallað um í ritgerðum sem líta má á sem und-
irbúning þessa verks, er spumingin um það hvaðan Laurents Hansspn hafí haft
vitneskju sína um það að Snorri sé höfundur Heimskringlu, en Laurents nefn-
ir þetta á tveimur stöðum í þýðingu sinni á formálanum. Hingað til hafa menn
yfirleitt verið sammála um að Laurents hljóti að hafa haft þessar upplýsingar
úr glötuðu Heimskringluhandriti sem hann hafi haft undir höndum þegar hann
fékkst við að þýða fyrsta hluta verksins. Höfundur hefur hins vegar haldið því
fram að óvíst sé að þetta hafi staðið í nokkru handriti, gerir fremur ráð fyrir að
Norðmenn sem þekktu vel til handrita íslenskra konungasagna sem voru í
Noregi á siðbreytingaröld eigi hugmyndina.2 Hann er með í huga menn eins
og Jón Símonarson lögmann og telur að þeir hafi getið sér þess til að Snorri
væri höfundur vegna tilvísana til hans í miðaldaritum, eins og þeirra sem bæði
Gustav Storm og Ólafur Halldórsson hafa bent á og talið til meginröksemda
fyrir því að Snorri sé höfundurinn. Eg er sammála höfundi og fieiri fræði-
mönnum um að ekkert bendi til að formáli Heimskringlu hafi staðið í Kringlu
þegar menn byrjuðu að rannsaka þetta handrit í Noregi á sextándu öld, og það
er heldur ekki nein ástæða til að ætla að Laurents hafi notað Kringlu við þýð-
ingu sína. En það er mjög ólíklegt að nokkur önnur ástæða hafi verið til þess
að hann nefnir Snorra en sú að það hafi staðið í einhverju handriti sem hann
þekkti og sem Peder Clausspn hefur síðar haft undir höndum. Fommennta-
menn hafa ekki haft jafnmikinn áhuga á nöfnum höfunda og síðari tíma menn,
og varla er hægt að gera ráð fyrir að þeir hafi rannsakað tilvísanir í handritum
kerfisbundið í leit að höfundinum eins og þeir Storm og Ólafur Halldórsson
gerðu síðar. Nútímamenn hafa líka þá ástæðu til að leita að röksemdum fyrir
því að Snorri sé höfundur, að Laurents Hansspn og Peder Clausspn héldu því
fram. Mjög líklegt er að nafn Snorra hafi verið nefnt í formála Heimskringlu-
handrits og þá sennilega verið sett þar í staðinn fyrir fomafn fyrstupersónu af
einhverjum sem þóttist vita hver þar talar. Eiginlega segir Laurents ekki annað
en að Snorri sé höfundur formálans, en það felur þó auðvitað í sér að hann sé
höfundur þess verks sem á eftir fylgdi.
2 Sjá Jon Gunnar j0rgensen, „Snorre Sturles0ns fortale paa sin chr0nicke“, Gripla IX (1995),
45-62.