Gripla - 01.01.2002, Page 306
304
GRIPLA
Jonna Louis-Jensen hefur nýlega sett spumingarmerki við það hvort
Snorri muni vera höfundur allrar Heimskringlu.3 Allar götur síðan Gustav
Storm gaf út grundvallarrit sitt, Snorre Sturlassfins historieskivning, árið 1873
hafa fáir efast um að Snorri sé höfundur Heimskringlu í þeirri gerð sem varð-
veittist í Kringlu, og raunar á það við fyrri kynslóðir einnig, allt frá því að
þýðing Peders Clausspns var birt með formála Laurents Hansspns. Mönnum
hefur vitaskuld verið það ljóst að sem heild er Heimskringla aðeins varðveitt
í Kringlu, af því að í öðmm handritum er aðeins fyrsti hluti eða fyrsti og þriðji
hluti, og stundum hefur Ólaf sögu helga hinni sérstöku verið skeytt inn á milli
þessara þriðjunga. Jonna Louis-Jensen telur vel hugsanlegt að Kringlugerð
Ólafssögu helga sé alls ekki verk Snorra heldur síðari ritstjóra, t.d. frænda
hans Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds. Þetta tekur höfundur heilshugar undir og
bætir nokkmm röksemdum við. Mér kæmi ekki á óvart þótt þessi kenning ætti
eftir njóta hylli um nokkra hríð. Það þykir alltaf ánægjulegt í fræðum, ekki síst
þar sem langt er milli stórtíðinda, þegar haggað er við því sem menn hafa
lengi haft fyrir satt. Heimskringla má gjaman vera eitt verk eða fleiri fyrir mér.
Þó er sjálfsagt að leita mótraka áður en samþykkt er að þessi tilgáta sé senni-
legri eða betur rökstudd en eldri tilgáta, því að tilgátur verða þetta ætíð.
Ef gert er ráð fyrir að Snorri hafi fyrst samið Ólafs sögu helga hina sér-
stöku og síðan Heimskringlu I og III, hlýtur hann, þegar hann skrifaði eða
sagði fyrir I og III, að hafa hugsað sér að Saga Ólafs helga, löguð að heildinni,
ætti að koma þar inn á milli. Fráleitt hefði verið að hlaupa yfir söguna af hin-
um heilaga og ævarandi konungi Noregs, þótt til væru eldri sögur um hann
eins og fleiri af þeim konungum sem sagt er frá í Heimskringlu. Óhugsandi er
hins vegar að hann hafi ætlað Ólafs sögu hinni sérstöku stað þar á milli
óbreyttri. Það er varla heldur ástæða til að ætla að hann hafi hugsað sér að sér-
staka Ólafs sagan kæmi þama inn mjög mikið stytt, þannig að hlutföllin yrðu
svipuð og í Fagurskinnu, amk. hafa engin spor fundist eftir slíka gerð. Þess
vegna verður að gera ráð fyrir að í áætlun Snorra um „Noregs konunga sögur“
hafi hann gert ráð fyrir Ólafs sögu helga, lagaðri að því sem á undan og eftir
kom. Er þá ekki sennilegra að hann hafi sjálfur samið nýja gerð af Ólafs sögu
í beinu framhaldi af Heimskringlu I en að hann hafi byrjað vinnu sína með því
að fella ákveðna kafla úr sérstöku sögunni inn í Heimskringlu I, meira eða
minna stytta eða lengda, og síðan byrjað Heimskringlu III með efni úr sér-
stöku sögunni, án þess að hafa haft mótaða áætlun um það sem átti að koma
3 Jonna Louis-Jensen, „Heimskringla - Et værk af Snorri Sturluson?" Nordica Bergensia 14
(1997), 230-245.