Gripla - 01.01.2002, Page 307
NÝTT RIT UM KRINGLU
305
inn á milli? Ef Snorri er höfundur Heimskringlu I og III hefur hann amk. haft
skýra hugmynd um stytta og aðlagaða Ólafs sögu. Það er almennt viðurkennt
að Snorri hafi sett svip á stíl og byggingu allrar Heimskringlu, þótt oft megi
sjá þar menjar um eldri texta, og efnisval og skipan er að jafnaði vel ígrundað.
Þessi skoðun kemur meðal annars fram í útgáfunni sem hér er fjallað um, en
þar segir (bls. III): „forfatterens stilistiske og redaksjonelle grep og hans kritis-
ke holdning til stoffet setter verket i en særstilling i forhold til forgjengeme".
Vitaskuld er fyllsta ástæða til að taka slíkum viðurkenndum sannindum með
tortryggni og gagnrýni, og þótt talað sé um sérstakan svip Heimskringlu þarf
það ekki að fela í sér að hún sé endilega ‘betri’ eða ‘verri’ en rit sem byggjast
á öðmm hugmyndum, eins og t.d. Morkinskinna, þar sem stíll og bygging er
í meira samræmi við það sem algengt var í sagnaritun miðalda. En Heims-
kringla hefur sérstöðu, og vegna hennar verður að líta svo á að líklegast sé að
sú gerð Ólafs sögu helga sem best fellur að heildinni, þ.e. Kringlugerðin, sé
felld inn í verkið af Snorra sjálfum eða í fullu samræmi við hugmyndir hans.
Þetta verður vitaskuld ekki sannað, og hugsanlegt er að hann hafi ekki fengið
tíma eða frið til að ganga frá verkinu eins og hann vildi hafa það.
Við vitum að handritið Kringla er skrifað og því að einhverju leyti ritstýrt
eftir dauða Snorra. Vel má vera að Ólafur hvítaskáld hafi komið að því verki.
Þá getur líka vel verið að Ólafur hafi breytt einhverju, sérstaklega ef hann
taldi sig vita betur. Þannig er vel hugsanlegt að hann hafi breytt ættartölu
Rúðujarla, ef hann taldi sig kunna betri skil á henni en Snorri. Hann hefði líka
vel getað séð ástæðu til að gera breytingar til að Ólafs saga félli betur inn í
heildina en áður var. Þetta em auðvitað hreinar ágiskanir en svo er væntanlega
um allar kenningar um þetta. Við getum ekki vitað neitt af þessu með fullri
vissu.
Saga Kringlu er í þessu riti rakin rækilega og bent á hvenær hún hefur ver-
ið notuð sem heimild í ritsmíðum og þýðingum á sextándu og seytjándu öld.
Þar hefur höfundur dregið fram nýja vitneskju og röksemdir. Hann sýnir fram
á að Kringla hefur verið í Bergen og notuð þar í nokkrum ritum á sextándu
öld, og þá er vitaskuld trúlegast að hún hafi verið þar síðan hún fyrst barst til
Noregs, etv. á dögum Magnúsar lagabætis, og verið geymd í kastalanum
(„Bergens hus“). Mattis Stprsspn hefur notað hana í þýðingu sinni. Meiri
óvissa er um hvort Laurents Hansspn hafi notað Kringlu. í kafla sem um þetta
fjallar virðist höfundur hallast að þeirri skoðun Stefáns Karlssonar að hugsan-
legt sé að Laurents hafi kynnst henni eftir að hann lauk konungasagnaþýðingu
sinni, en að hún sé „ikke bmkt til Laurents Hansspns oversettelese“ (32), en í