Gripla - 01.01.2002, Síða 308
306
GRIPLA
niðurstöðukafla segir hann að Laurents muni hafa notað Kringlu (228); þar er
sennilega um yfirsjón að ræða.
Texti Kringlu er varðveittur í eftirriti Jóns Eggertssonar í Sth papp 18 fol
og í eftiritum Asgeirs Jónssonar. Eitt eftirrita Ásgeirs, varðveitt í þrennu lagi
sem AM 35-36 & 63 fol, spannar Kringlu alla, eins og Sth 18, en Hkr I og
Hkr II eru til í öðrum uppskriftum hans. Höfundur hefur rannsakað þessi eft-
irrit Kringlu mjög rækilega. Upphaf Sth 18 glataðist strax eftir að það var
skrifað, og annar samtímaskrifari hefur fyllt í það skarð. Hér er sýnt fram á
það með sannfærandi rökum að sá skrifari hafi verið Þórður Þorkelsson Vída-
Iín. Þótt eftirrit Kringlu séu ekki mörg er saga þeirra ekki einföld, m.a. vegna
ýmissa eyðufyllinga, en allt er það hér mjög nákvæmlega skýrt og rakið.
Merkilegur samanburður er gerður á eftirritum Ásgeirs. Hann leiðir í ljós að
nákvæmnin eykst eftir því sem tímar líða, og einkum telur höfundur að áhrif
Áma Magnússonar á vinnubrögð hans hafi aukist eftir dvöl Ásgeirs í Kaup-
mannahöfn 1697-98. Besta eftirritið telur hann vera uppskrift Ásgeirs í AM
35-36 & 63 fol, en álíka nákvæm er uppskrift Þórðar Vídalín á upphafinu í
Sth 18. Þá sýnir höfundur fram á að öll eftirrit Ásgeirs eru gerð beint eftir
Kringlu og þau því óháð hvert öðru. Höfundur færir góð rök fyrir því að
heildaruppskrift Ásgeirs hafi ekki verið gerð fyrr en um 1700, en menn hafa
yfirleitt talið hana eldri. Nákvæmur samanburður á eftirritunum gerir höfundi
kleift að setja upp leiðbeinandi reglur um hvemig beri að nota þau við endur-
gerð Kringlutexta. Óhætt er að segja að með þessari rannsókn sé lögð svo
traust undirstaða að útgáfu Kringlutextans sem kostur er.
Við rannsókn sína hefur höfundur ekki eingöngu stuðst við athuganir á rit-
höndum og texta, heldur styður hann niðurstöður með athugunum á efnisleg-
um einkennum handritanna, t.d. vatnsmerkjum, og hann rannsakar söguna í
kringum þau rækilega og dregur þar margt fróðlegt fram úr lítt rannsökuðum
heimildum. Þannig er könnun á sögu eftirritunarinnar, einkum það sem teng-
ist Jóni Eggertssyni, oft eins og spennandi reyfari, því að þar blandast stríð
Dana og Svía inn í sögu af þeim lærðu og oftast öldungis auralausu íslending-
um sem höfðu ofan af fyrir sér með því að skrifa upp og þýða íslenska texta í
Svíþjóð og Danmörku. Þessir skrifarar voru oft litríkir menn sem rötuðu í
margvísleg vandræði og ævintýri utan lands. Höfundur hefur staðist þá freist-
ingu að rekja ýmis kostuleg atvik og kringumstæður sem koma í ljós þegar
saga þessara manna er rannsökuð. Hann hefur þó ekki getað neitað sér um að
vitna til andlátsorða Þórðar Þorkelssonar Vídalín, sem hann hefur nú skipað í
fremstu röð skrifara á þessum tíma, en um þau segir gömul heimild: „Hann