Gripla - 01.01.2002, Page 315
VÉSTEINN ÓLASON
Preben Meulengracht Sórensen
dr. phil. 1.3. 1940-21. 12. 2001
Preben Meulengracht Sgrensen var fæddur á Fjóni, en stundaði háskóla-
nám sitt í Árósum. Hann fékk snemma áhuga á fomum íslenskum fræðum, og
árið 1966 varð hann lektor í dönsku við Háskóla íslands. Því starfi gegndi
hann í fjögur ár af kostgæfni og tókst þrátt fyrir ungan aldur að lyfta greininni
úr nokkurri lægð sem hún hafði verið í. Árið 1968 lauk hann kandidatsprófi í
dönsku við Árósaháskóla með íslensku sem aukagrein. Árið 1970 varð hann
lektor í Norðurlandamálum við Árósaháskóla, en hafði á ámnum 1977-1980
orlof til að gegna rannsóknastöðu í miðaldabókmenntum við háskólann í Óð-
insvéum. Árið 1994 tók hann svo við prófessorsstöðu í norrænum málum og
bókmenntum við Óslóarháskóla og gegndi því starfi fram til ársins 1999, þeg-
ar hann fluttist aftur heim til Danmerkur, m.a. vegna sjúkdóms sem tekinn var
að herja á hann, og varð þá prófessor í sínum gamla háskóla í Árósum. Árið
2001 var Preben kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands og kom hingað til
að taka við nafnbótinni í októberbyrjun. Sjúkdómurinn illvígi hafði þá brotið
niður líkamsþrekið, en andinn var óbugaður.
Preben kunni vel íslensku og hafði djúpstæða þekkingu á íslensku þjóðfé-
lagi, sögu og menningu. Bókmenntimar stóðu þó hjarta hans næst. Sem fræði-
maður sinnti hann einkum rannsóknum á fombókmenntum og fomum trúar-
brögðum, en hann var einnig víðlesinn og ágætur bókmenntagagnrýnandi og
skrifaði um áratuga skeið um bókmenntir í Jyllandsposten. Þar gerði hann ís-
lenskum nútímabókmenntum ágæt skil þegar tilefni gafst, en lagði þeim einn-
ig lið með því að þýða verk þriggja sagnameistara á dönsku, þeirra Guðbergs
Bergssonar, Svövu Jakobsdóttur og Tryggva Emilssonar. Hann var einnig
meðhöfundur Islandsk-dansk ordbog sem kom út árið 1976.
Preben kom mjög ungur í það þrönga háskólaumhverfi sem hér var á sjö-
unda tug aldarinnar, en eignaðist vini sem voru allt annað en þröngsýnir,
Jakob Benediktsson og Grethe konu hans. Þess gat hann oft hve ómetanlegt
það hefði verið. Sú vinátta hélst og var náin meðan öll lifðu. Margir fleiri áttu
áreiðanlega þátt í því að skapa djúpan skilning hans á íslensku þjóðfélagi og
menningu, sem gerði það að verkum að í hópi íslendinga var hann frekar einn
af okkur en Tslandsvinur’.