Gripla - 01.01.2002, Side 318
316
GRIPLA
heimi sagnanna sem ekki væri hægt að komast fram hjá. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvenær Preben fór að líta á hugtakið sæmd eða virðing, ‘ære’, sem
þvflíkt lykilhugtak fyrir skilning á Islendingasögum sem það er í doktorsriti
hans. I nafna- og hugtakaskrá Saga og samfund er það ekki að finna, og þar er
heldur ekkert sérstaklega um það fjallað, eftir því sem mér sýnist við fljótlega
upprifjun, enda þurfti að víkja að mörgu í þessari afar gagnlegu bók sem veitti
mörgum nýjum sjónarmiðum inn í umræðu um fombókmenntir okkar og
þjóðfélag á Norðurlöndum. Preben stefndi alltaf að heildarskilningi á þeirri
menningu sem hann var að rannsaka og það leiddi hann inn í trúarbragðasögu
og goðsagnir í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Um þau efni skrifaði hann
margt athyglisvert sem ekki verður fjallað um hér. Upp úr ámnum í Óðinsvé-
um spratt bókin Noir0nt nid (1980), sem er ekki nema þunnt kver, en gerir af-
ar góða grein fyrir efninu, eins og það birtist í frásögnum. Áður höfðu menn
einkum fjallað um níðkveðskap, en þessi bók gengur út frá sögum. Lengsti
kafli í þeirri bók fjallar um Gísla sögu og heitir „Fred og ære“. Að tengja þessi
hugtök saman skírskotar eiginlega beint til rits Vilhelms Grpnbech, Lykke-
mand og niding (1. útg. 1909), þótt ekki sé til þess vísað eða vitnað. Það gerði
Preben seinna og fjallaði sérstaklega um hann í doktorsritgerðinni. í Norr0nt
nid kemur vel í ljós að sæmdin, sæmdarvitundin og óttinn við vansæmdina, er
forsenda níðsins, forsenda þess að það bítur svo sárt í heimi sagnanna, og
verður þar með drifkraftur frásagna. Jafnframt verður mat samfélagsins, virð-
ingin, prófsteinn manngildisins. Gera má ráð fyrir að athugun á níðinu hafi
vísað Preben veginn að þessum kjama og orðið til þess að hann lagði út í sína
miklu rannsókn sem varð doktorsrit hans, ef hann hefur ekki þá þegar haft í
huga þetta stærra verkefni.
Árið 1993 kom út meginrit Prebens, doktorsritið Fortælling og ære. Studi-
er i islændingesagaerne. Þetta er ein mesta rannsókn á Islendingasögunum í
heild, sem birst hefur í einni bók. Það er mikilvægt að fortælling stendur á
undan ære í titli bókarinnar. Víða er tekið fram að Iýsingar hennar og niður-
stöður eigi við heim textanna en ekki samfélagið að baki,
mit emne er teksteme, ikke samfundet bag dem ... Mit synspunkt er, at
den tekstvidenskabelige og litterære analyse af teksteme má gá forud
for enhver anvendelse af dem som kilde til virkeligheden,
stendur í innganginum (bls. 15). Það er fyrst á grundvelli slíkrar rannsóknar á
textunum að hægt er að nota þá sem sagnfræðilegar heimildir af einhverju