Gripla - 01.01.2002, Page 319
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
317
tagi. Eins og fram kom í andmælum og svörum Prebens við doktorsvöm, sem
birst hafa á prenti, átti hann þó í nokkrum erfiðleikum með að sannfæra les-
endur um að rannsóknin sé bókmenntafræðileg og fjalli um textana eina, þrátt
fyrir þá miklu áherslu á samfélagslega hugmyndafræði sem er í ritinu.1 Hann
svaraði slíkum aðfinnslum vel í þeirri umræðu og skýrði mál sitt. Fjölmörg
grundvallarhugtök, sem varða sögumar og samfélagið sem þær lýsa eru ræki-
lega könnuð, og meginhugmyndir sínar styður höfundur með greiningum á
einstökum sögum og söguköflum. Hin almenna greining á ‘sæmd’ og tengd-
um hugtökum og á ólíkum kröfum til kynjanna á bls. 187-248 í Fortælling og
ære er mjög rækileg og gagnleg, blæbrigðaríkari en annað sem ég þekki um
sama efni. Hún sýnir vel að þama er eiginlega um að ræða flókið merkingar-
svæði fremur en eitt hugtak, og einmitt þess vegna em einfaldar skilgreining-
ar alveg ófullnægjandi nema sjónarhomið sé mjög þröngt.
Fortælling og ære er ekki sérstaklega auðlesin bók sem heild, þótt einstak-
ir hlutar hennar séu oft mjög skýrir. Þetta stafar auðvitað af því að efnið er tor-
velt viðfangs og ekkert var Preben fjær en að stytta sér leið að nýstárlegum
niðurstöðum. Rannsóknin heldur sig í nálægð textanna sem um er fjallað og
greinir einstaka texta vandlega, þótt erindið við þá sé auðvitað alltaf að láta
greininguna varpa ljósi á viðfangsefnið undir víðara sjónarhomi. Þótt margt sé
af eðlilegum ástæðum umdeilanlegt í Fortælling og ære, ekki síst í sumum
þessara textagreininga, mun ritið án efa standa sem eitt merkasta framlag til
rannsókna á íslendingasögum á síðari hluta tuttugustu aldar.
Preben birti margar merkar greinar um fom trúarbrögð og goðsagnaminni
í fomíslenskum bókmenntum auk greina um íslendingasögur. Úrval þessara
greina var gefið út í Trieste árið 2001, og eru þar greinar á íslensku, dönsku,
ensku og þýsku. Hann var einnig meðhöfundur bóka um norræna trúarbragða-
sögu, og má sérstaklega nefna F0r kristendommen. Digtning og livssyn i vik-
ingetiden (1990) og Menneske og makter i vikingenes verden (1994).
Preben Meulengracht Sprensen var glettinn og gamansamur í viðræðu og
hlýr í viðmóti, en fræðin vom honum alvömmál, og hann fylgdi skoðunum
sínum fast eftir. Viðhorf hans vom þó aldrei einstrengingsleg heldur mótuðust
af gagnrýninni íhygli og skýrri meðvitund um þann túlkunarvanda sem ævin-
lega er við að glíma þegar leitað er skilnings á fjarlægri fortíð. Hann var eftir-
1 Andmælin og svörin birtust í dálitlu kveri: Fortíelling og ære. Oppositionen ved Preben Meu-
lengracht Sprensens disputats den 4. juni 1993 og preeses' svar. Litteratur Æstetik Sprog.
Skriftserie fra Institut for nordisk sprog og litteratur. Aarhus universitet. Nr. 16 (11. Árgang)
1994.